hellúú gott fólk!
Páskafríið að baki og eðlileg störf tekin við að nýju. Við skruppum á ættaróðalið að Sjávarborg og vorum þar í góðu yfirlæti yfir páskana. Krakkarnir voru svo mikið úti að leika, milli þess sem þau hökkuðu í sig páskaegg.
Yngsta tilfellið fékk líka páskaegg, og fékk að ráðstafa því að eigin vild. Það var súkkulaði út um allt, munn, hendur og kinnar. Ég tók fljótt eftir ákveðnu þema í páskaeggjaátinu hjá henni. Hún stakk upp í sig, hafði það uppi í sér í smá stund og tók það svo út úr sér aftur. Svo var nammið bara út um allt, hálftuggið með slefi!
Þetta væri nú varla í frásögu færandi ...nema!
Að þar sem ég lá í sófanum að láta líða úr mér, kemur skoffínið askvaðandi og stingur upp í mig rúsínu, sem hún hafði greinilega smakkað aðeins á sjálf áður. (Ég er nú ekkert að snobbast eitthvað við það að borða ekki hluti þó hún hafi sett þá upp í sig).
Þegar ég er að rísa upp úr sófanum sé ég að það er kúlusúkk, eða eitthvað álíka í sófanum, og segi stundarhátt ...andsk** djö... hún er búin að klína kúlusúkki í sófan ...ohh!
Ég tek kúlusúkkið ...og tek strax eftir að það er eitthvað bogið við það!
...vissulega var það brúnt, og líktist kúlusúkki ...en ég fann nú fljótt eftir að hafa gripið þetta milli þumalfingurs og vísifingurs að þetta átti rætur sínar að rekja til bleyuskipta sem fram höfðu farið í umræddum sófa skömmu áður, lítið lambasparð sem hafði sloppið við ruslafötuna.
Ég get bara sagt ykkur að ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa verið að drekka bjór kvöldið áður og hafði ekki alveg lyst á að stinga kúlusúkkinu upp í mig, eins hvatvís og ég get nú verið!
5 Comments:
Ég sé þig í anda með "kúlúsúkkið" milli fingranna, fattandi hvað þetta er ha, ha......
Hehe, heppin!
hahaha ! ójjbarajakk!
já, þetta hefur svo sannarlega verið þinn happadagur ;)
einhverra hluta vegna hefði ég samt frekar viljað lesa bloggfærslu þar sem þú elskulega frænka mín gætir sagt okkur í raun og veru hvernig það er að jappla á.... þú veist hverju :P
hehe... ;*
Kv.Birgitta..
Skrifa ummæli
<< Home