...hmmm

föstudagur, apríl 27, 2007



Eitthvað eru prófafróðleiksmolarnir mínir að komast illa til skila! Dagarnir líða bara svo ótrúlega hratt að þó mér finnist eins og ég hafi bloggað bara í gær, var það víst fyrir þrem eða fjórum dögum síða. Það er allavegana markmiðið að koma með skemmtilega prófafróðleik, ...ekki eitthvað um normalkúrfur og póstmodernisma!

Fróðleikur dagsins gjössovel:

Okkur finnst öllum sjálfsagt að grunnur talnakerfis okkar sé 10, og að við notum puttana (til að byrja með allavegana) til að öðlast skilning á fjölda. Okkur finnst líka sjálfsagt að allir aðrir ættu að skilja þetta kerfi jafn vel (svona erum við nú einföld). Oksapmin þjóðflokkurinn í Nýju Gíneu notar annarskonar talnakerfi, sem samsvarar fleiri hlutum líkamans en bara fingrunum. Grunnur talnakerfis þeirra eru 27 tölur. Þeir byrja að telja fingur annarrar handar, svo kemur úlnliðurinn (6), mitt milli úlnliðs og olnboga (7), olnbogi (8), upphandleggur (9), öxl (10), háls (11), eyra (12), auga (13) , nef (14) og svo eins til baka niður hinn handlegginn alveg upp í 27!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home