...hmmm

mánudagur, maí 21, 2007

Það er gott að hafa góða barnapíu! Hún Silja mín var að passa aðeins fyrir mig um daginn, og þegar ég kom heim tók ég eftir því að sólgleraugun mín voru brotin!
Þeir sem eiga börn vita vel, að það getur verið ansi erfitt að fá uppúr þeim hver framdi glæpinn og oft þarf að láta málin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. En nú kemur parturinn af hverju barnapían er svona góð. Sem fyrrum lögfræðinemi gætir hún sín á því að hafa skotheld sönnunargögn, sem hún svo sendir mér, móðurinni.

...hvað segið þið? liggur ekki málið alveg ljóst fyrir? ...ættu þetta ekki að vera nægjanleg sönnunargögn, ...skoffínið staðið að verki?

Sektin sést nú bara á andlitinu á henni!Annars sá ég nú að hún Íris frænka mín var að kommenta hérna hjá mér, og ég verð að segja að ég er hjartanlega sammála því að við verðum að fara að hittast "lillufólkið". Er ekki einhver í fjölskyldunni ótrúlega góður planari? Allavegana sýnist mér að það sé nú ekki skortur á því að vilja hittast ...vantar bara að einhver taki sig til og ákveðið að hittast :D Mann langar ekkert smá að sjá öll þessi börn sem eru komin í fjölskylduna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home