...hmmm

fimmtudagur, júní 14, 2007

Nú er spurning að reyna að herða sig við bloggið og koma með eina skemmtilega sögu eða svo :P

Ég var að lesa gamla bloggið mitt í gær og sá þá meðal annars sögu af forlátri úlpu sem ég átti, en hún fékk að fjúka sama dag og færslan var framkvæmd þar sem hún virtist gera eiganda sinn óvenju ungæðislegan og var farin að valda fremur óskemmtilegum misskilningi.

...og bíðið við! Nú kemur framhald...
Ég er að vinna inni í Hafnarfirði og þarf því oft að taka strætó seint á kvöldin og hlaupa langar leiðir til að ná honum. Í gær var ég svo heppin að ég náði að stökkva inn í hverfisstrætóinn og þurfti því ekki að hlaupa alla leið inn í Garðabæ eins og venjulega.

Það hlýtur að hafa verið barnslegt sakleysi sem skein úr augunum grænu, þegar ég stökk rjóð í kinnum inn í strætóinn eftir að hafa hlaupið hann uppi og henti miðanum mínum í baukinn og bað um skiptimiða.
...strætóbílstjórinn lítur á mig og smellir á reit í tölvunni sinni og prentar út skiptimiða!

(mér sýndist hann vera að ýta á vitlausan takka, þannig að ég þorði ekki annað en tékka miðann ...og jú, það var ekki um að villast. Á miðanum stóð 1 x barnamiði - 100 kr.)


"....eeee, ertu að láta mig hafa barnamiða???"
"...eee ...já ...hva..."
"ég er ÞRÍTUG!" (ég er nú ekki vön að ýkja aldurinn, en ég mátti til þarna!)
"ó ...úpps ...þú ert ungleg"
"hehe ...já, sko ...hehe (ógissla montin sko)"

ókei! Ungleg - það er gott. ...en 17 - æ, ég veit ekki. Væri meira til í tuttuguogeitthvaðsmávegis ...17 er eitthvað svo mikið gelg (ekki samt þú Björk mín, þú ert yndisleg)!

Svo er það spurningin: Þarf ég líka að losa mig við rauðu hettupeysuna (sem er svoooo þægileg)?

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha... var þetta ekki SVR strætó?
Hann hefur þá haldið að þú værir 11 ára eða yngri...


Afsláttarfargjöld barna gilda til 1. júní það ár sem þau verða 12 ára.
-Tekið af www.bus.is/gjaldskra/

2:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ester bíddu ertu ekki jafngömul mér.. jú ég held það nú bara.. þú ert 22 :) jú veistu jú, ættarbókin segir það... velkomin á 22 aldursárið þitt..! :*

10:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er með hugmynd sambandi við lillufólksættarmótshittinginn sem þú varst eitthvað aðhugleiða... Er það ekki málið að þeir elstu, gáfuðustu og frekustu verði í lillufólksráði? ;) hehe nei bara svona hugmynd... -ATH ég er ekki að bendla háum aldri við þig, enganveginn... ;)

10:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég skal taka við peysunni!

12:07 f.h.  
Blogger Ester said...

Hildur: hann sagði reyndar við mig að það væri undir 18 ára ...þetta var í Hafnarfirði ;)

Birgitta: ég held að það þurfi bara að skipa einhverja í ráð ...kannski bara á mismunandi aldri, er það ekki bara best :D

Anna: mættu í heimsókn og peysan góða er þín ;)

9:45 f.h.  
Blogger Ester said...

Hildur: hann sagði reyndar við mig að það væri undir 18 ára ...þetta var í Hafnarfirði ;)

Birgitta: ég held að það þurfi bara að skipa einhverja í ráð ...kannski bara á mismunandi aldri, er það ekki bara best :D

Anna: mættu í heimsókn og peysan góða er þín ;)

9:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha.. ji hvað þetta er fyndið! Veit um eina 25 ára 2ja barna móður sem var spurða að því hvort hún vildi lita þegar hún var í flugvél, að ferðast með fjölskylduna til útlanda.

En það er náttúrlega djók að þú sért að verða þrítug kona!

9:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home