...hmmm

miðvikudagur, júní 06, 2007

Greinilegt að bloggið mitt er komið í sumarfrí. Ég er bara hreinlega ekki að nenna að skrifa neitt. Ég finn ekki hleðslutækið af myndavélinni minni, þannig að ekki get ég sett inn myndir :( Þetta er semsagt alveg gjörsamlega glatað blogg núna (ég stefni nú samt á víðtæka leit að hleðslutækinu fljótlega).
Annars er bara allt í besta, nýja vinnan er fín og ég er byrjuð að lesa í sumarkúrsinum sem ég tek. Einkunnir voru framar vonum ...enda er ég alveg búin að sjá það út að ég hef fengið væga heilabiliun vegna of mikils lærdóms ...án gríns, það er eitthvað hrikalegt straumrof í gangi í heilanum á mér núna, ég bara held í vonina að þetta lagist :D

Urður er að byrja á leikskólanum og henni finnst það svo spennandi að hún ætlar alveg að missa sig þegar hún sér að við erum að stoppa fyrir utan leikskólann ...ég var búin að segja á leikskólanum að barnið mitt væri feimið ...fóstrurnar eru búnar að horfa undarlega á mig síðan við byrjuðum í aðlögun, þar sem barnið hefur ekki sýnt minnsta vott af feimni.

Ynja og Óðinn fá einkunirnar sínar afhentar á morgunn og svo eru þau komin í sumarfrí ...og algjörlega óákveðið ennþá hvernig á að verja því!

...jæja, þarf að fara að sinna ormunum! bæjó

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ elskan, ég bara varð að kommenta hér svo þú haldir ekki að maður fylgist ekki með. Bara svona vinaleg ábending til þín frá mér um að blogga eins og vindurinn af því þú ert svo frábær :) knús í bala með hala
kv.
Heiða Róóós frænka

12:02 e.h.  
Blogger Fjóla said...

Hæ Ester. Datt hérna inn. Gaman að lesa bloggið þitt. Skemmtilegar sögur.

Knús,Fjóla

9:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home