...hmmm

sunnudagur, maí 27, 2007


Nú þegar sumarið er komið finnst mér alveg rosalega mikilvægt að vara fólk við óheiðarlegum mönnum sem koma heim til fólks og úða garðana hjá þeim. Í gær kom hingað maður og úðaði garðinn okkar án þess að spyrja kóng né prest, svo bankaði hann uppá hjá mér og sagði að þetta hefði verið pantað fyrir tveim dögum og nefndi nafn manns sem bjó hérna fyrir ári síðan. Ég sagði að ég kannaðist ekkert við að hafa pantað garðúðun og bað hann að spyrja fólkið á neðri hæðinni. Hann segir svo við þau að þetta sé gert árlega í þessum garði! ...þau pöntuðu enga úðun heldur.
Fyrir utan það að þetta eru mjög óheiðarleg vinnubrögð, þá ber þessum garðúðurum skylda til að skoða garðinn áður en hafist er handa við að úða og upplýsa eigendur um ástand garðsins. Hér voru ekki komnar neinar lirfur og því engin þörf á úðun! Garðúðun hefur EKKERT forvarnargildi. Það á alls ekki að úða garða að nauðsynjalausu og þetta eiga þessir menn að vita ...auk þess sem þeim ber skylda til að sýna alltaf fullgilt leyfisskírteini.

Ef einhver kemur til að úða garðinn hjá ykkur, verið þá viss um að þörf sé á því. Ef einungis nokkrar lirfur eru í garðinum þarf ekki að úða, heldur bara að lofa náttúrunni að ganga sinn gang. Óþarfa úðun getur raskað lífríki garðarins og eytt jafnt gagnlegum pöddum sem skaðlegum.

Ég bendi á góða grein frá umhverfisstofnun: http://www.eftirlit.is/Gardaudun.htm

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bölvuð frekja í manninum, kemst hann upp með að láta borga sér fyrir svona vinnubrögð?

10:02 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Við lentum í svona mönnum í fyrra, gátum ekki hleypt hundinum út í garð í heila viku eða tvær (sem var náttúrulega hell fyrir alla, þar sem hún er vön að rápa eins og henni sýnist).
Mamma hundskammaði þá og borgaði auðvitað ekki krónu. Þessir sömu menn hafa núna hringt allavega tvisvar (þegar ég hef svarað) og verið að spá hvenær við vildum að þeir kæmu, því við pöntuðum nú alltaf árlega hjá þeim (sem er eitthvað sem við höfum aldrei gert)

3:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já ég sé að þetta er örugglega fínn bisness, kannski er þetta tækifærið mitt til að láta ljós mitt skína, því þið pantið alltaf á hverju ári hjá mér var það ekki!!!!!!!!!

7:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home