Mín er komin heilu og höldnu frá Marokkó, með viðkomu í hinni dásamlegu París!
Marokkó var hreint ævintýri og ofboðslega gaman að koma í menningu sem er svona ólík okkar. Brúðkaupið var svo unreal að manni finnst eins og þetta hafi verið úr einhverri bíómynd. Brúðurin kom fram í hverjum kjólnum á fætur öðrum, alltaf með mismunandi gullkórónur, gullbelti og skart.
fyrst var hún borin inn á börum af fjórum mönnum sem dönsuðu með hana!
Hér er svo brúðurinn aftur borin inn á öðrum börum í nokkurskonar kleópötrubúningi. Hávaðinn þarna inni var ólýsanlegur ...jafnvel fyrir vana djammara! Takið eftir bæninni sem verið er að kyrja þarna.
...svo verður nú að vera mynd líka af brúðhjónunum saman!
Við hjónaleysin vorum svo í hefðbundnum marókkóskum búningum ...rosa flott!
...og við Pála vorum alveg í stíl :D ...einu ljóskurnar á svæðinu ...hehe
5 Comments:
vá, þetta hlýtur nú að hafa verið upplifelsi aldarinnar, en hvað bjóðið þið ari ekki bara í brúðkaup í marokkó?? ég myndi alla vega mæta ;)
já en Anna mín fólk sturtar víst ekki mjög oft niður þarna og hefur að sögn systir minnar frekar slæmar hægðir, svo ef þú ferð að hafðu þá kopp eða ferðaklósett meðferðis :)
ef ester giftir sig í marokkó geri ég ráð fyrir að bryndís mæti þangað með hjólhýsið, er ekki fínasta salernisaðstaða þar??
gleymið því !
mamma.
hahahaha.... ég kem til Marokkó og fæ að nota tojarann hjá Bryndísi og Ingvari hehehe ;)
Skrifa ummæli
<< Home