...hmmm

mánudagur, september 03, 2007

Nú hef ég lokið ritgerðinni minni "Athyglisbrestur með ofvirkni: lyfjagjöf og atferlismeðferð". Ég er ótrúlega stolt af mér að hafa klárað þetta þrátt fyrir allt sumarslen. Nú er bara að vona að ritgerðin standist kröfur kennarans ...hef heyrt að hún sé frekar ströng og smámunasöm.
Skólinn er að byrja í dag og ég verð bara í þrem kúrsum (sem reyndar eru allir 5 eininga), próffræði, félagslegri sálfræði og skyn- og hugfræði A. ...ekki laust við að smá spenningur sé kominn í mann ;)

Fréttir af öðrum heimilsmeðlimum:
Ynja: er byrjuð í 6. bekk ...ótrúlegt!!! Hún er svo skynsöm og dugleg að læra ...skipulögð og alltsaman! Auk þess sem hún er snilldar listamaður og heldur áfram í myndlistarskólanum.
Óðinn: var að byrja í 2. bekk, svakalega duglegur að lesa og læra heima, ég þarf samt eiginlega að koma honum í tónlistarskóla drengnum, til að hæfileikar hans á því sviði fái að blómstra ...málið fer í athugun.
Urður: Blómstrar alveg á leikskólanum, fer brosandi á morgnanna og tekur brosandi á móti manni þegar hún er sótt. Henni þarf ég að koma í dansskóla sem fyrst ...mér sýnist að hæfileikar hennar liggi þar. Hlaupastíllinn hennar er líka mjög athyglisverður, en hann líkist eiginlega meira dansi en hlaupi ...óþarflega mikil orka sem fer í hreyfingar sem gera ekkert gagn í því auka hraðann. Rassinn sveiflast til og frá, hendurnar eru krullaðar upp í handakrika og axlirnar sveiflast nánast í hálfhring ...ég verð eiginlega að setja inn video af þessu fljótlega ...hehe :D
Tásla: er enn jafn feit og heyrnarlaus.
...og já, Ari: hmmm, hann er bara að gera það sama og vanalega, vinna og nördast eitthvað þess á milli. ...það vita náttúrulega allir að hann er orðinn mótorhjólatöffari er það ekki? ...og ég þverneita að svo mikið sem setjast upp á fákinn fína!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Myndir nú taka þig vel út í leðrinu með honum;) Til lukku með það að ljúka ritgerðinni... Og já þú átt flottan hóp ... Verð að viðurkenna að mér finnst ótrúlegt að Ynja sé að fara í 6. bekk... Er virkilega svona langt síðan við vorum 18/19???

Knúss Lísa

10:05 f.h.  
Blogger Ester said...

nei, nei ...það er nú ekkert langt síðan við vorum 18/19! Svona 5 - 6 ár. Ég er allavegana ekki deginum eldri en 24!

12:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

glæsilegt blogg.. og endilega settu inn myndbandið af Urði, það kemur manni í góða skapið.
Bið að heilsa öllum!

1:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home