...hmmm

fimmtudagur, september 13, 2007

Stundum er maður ekki alveg samkvæmur sjálfum sér í uppeldinu! Það hefur verið svolítið vandamál hérna undanfarið að ungfrú Urður á það til að tjá sig á listrænan hátt á hin ýmsu húsgögn og veggi, og myndskreyta bækur þar sem henni hefur fundist vera þess þörf. Hún er hinsvegar smátt og smátt að átta sig á að þetta má ekki ...það má bara fá blað hjá mömmu og lita á það!

Eitthvað minnkar nú gildi þessara skilaboða þegar móðir manns er stöðugt að strika með gulum túss í hinar og þessar bækur! ...það hlýtur bara að vera einhverskonar undantekning frá reglunni!

...ég allavegana giska á að hennar túlkun á þessu hafi verið eitthvað á þennan veg, því Þegar ég kom heim í gær var búið að strika heldur verklega með gulum túss í hugfræðibókina mína!

...hver skyldi hafa verið þar að verki?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bara að flýta fyrir mömmu sinni þessi elska... :D

10:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home