Ég er svo ótrúlega stolt af sjálfri mér núna, að ég verð bara að fá að monta mig aðeins. Ég fékk einkunn úr Lífeðlislegri sálarfræði í gær, og fékk 8. Svo fór ég að skoða tölfræðina og komst að því að ég (ásamt einhverjum þrem öðrum) var hæst í kúrsinum :D
...bjóst sko alls ekki við þessu! Rosalega góð tilfinning að vera betri en hundraðogeitthvað manns í einhverju ...hehehe :D
Annars sá ég eitt svolítið sniðugt á vísindavefnum í dag, verið að tala um "fröken fix", en þar kemur fram að aðeins eldra fólk og miðaldra noti þessi orð ...hvort er ég?
...æ já!! ég er frá Hólmavík!
http://visindavefur.hi.is/?id=6619
2 Comments:
Til hamingju með þessa frábæru einkunn :D
Til hamingju með þetta Ester mín! :)
Skrifa ummæli
<< Home