...hmmm

þriðjudagur, september 25, 2007


Hefur einhver heyrt minnst á fyrirbæri sem kallast the terrible two´s? Það er allavegana í gangi heima hjá mér núna!
Þetta er aldurinn þar sem maður fer að verða svolítið klár og fattar að það er lítið mál að príla bara upp á klósettið til að ná í tannkremstúbuna, það er líka voða lítið mál að ná í litla græna stólinn til að geta enn einusinni náð í blautklútapakkann til að tæta allt upp úr honum ...ótrúlegt hvað það er alltaf jafn gaman!
...og ég meina, hvað hélt mamma eiginlega þegar hún sagði mér að skipta á dúkkunni minni? Hélt hún í alvörunni að ég myndi ekki setja krem á bossann líka?
Það er svo sniðugt, að það er hægt að hella alveg ótrúlega oft úr sykurkarinu áður en það klárast úr því ...eitthvað svona skammtara dót! alveg ferlega sniðugt!

Hvað ætli maður geti hlaupið langt með klósettpappírsrúlluna áður en lengjan slitnar? ...klósettpappírinn já, mamma sagði ekkert um að ég ætti bara að snýta mér einusinni þegar hún bað mig að fara að taka horið ...þannig að ég geri það bara aftur ...og aftur ...og aftur ...og aftur ...og ...vúps, pappírinn búinn!
Hvað er þetta lið að æsa sig ...það voruð þið sem sögðuð mér að sjampóið ætti að fara í hárið! ...hmm, ef sjampó má fara í hárið, þá hlýtur varasalvi líka að meiga fara í hárið ...og bossakrem ...og handáburður...

Mamma málar sig! Af hverju ætti ég ekki að gera það sama? hmmm ...ég er að hugsa um að nota gulan áherslupenna í dag!

Hvað ætli ég sé lengi að taka alla dvd diskana úr skápnum? ...en bækurnar? ...eeen vóóó ...jess! mamma er að brjóta saman þvott, best að bjóða fram aðstoð sína! ...ééééég veit! ég brýt bara aftur saman það sem er í skápnum mínum ...þá þarf ég nú að byrja á því að taka fötin úr skápnum, ekki satt!

Veiiii, ég er bangsímon! Bangsímon borðar hunang! Hér er hunang ...varasalvahunang...

Yndislegur aldur!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já.. þetta er svo sannarlega yndislegur aldur sem hún Urður er á! Hún er líka bara svo mikið krútt ;** bið að heilsa og takk fyrir síðast ;)

8:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmmmm kannast eitthvað smá við svona he he he he þessi aldur er stórkostlegur,skottan mín blaðrar út í eitt og svo skýr hún er svona gömul sál það gengur bara vel hjá okkur í sveitasælunni,gengur vel að aðlagast í nýja skólanum ,Júlíana finnur sig algjörlega hérna í þessu litla samfélagi sem er náttúrlega bara yndislegt,það er sko mikið sport að fara með skólabílnum og litla sveitavargnum mínum finnst það sko bara gamana,talar jafnvel um það hvað sé nú gaman í skólabílnum upp úr svefni he he ;)þannig að okkur líður bara vel hérna,algjörlega nýtt líf,Sæt mynd af henni Urði hún er svo mikil dúlla sakna ykkar kærleikskveðjur úr sveitasælunni,Erla sveitavargur og sveitaskotturnar;););)

12:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já þessi verkefni eru mjög skemmtileg ef maður hugsar það frá þeirra sjónarhóli, bið að heilsa öllum og sjáumst um helgina

9:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

dæts, ég hlakka til ;(

10:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home