...hmmm

föstudagur, október 05, 2007

Djöfull er ég orðin léleg í þessu bloggi, það telst heppni ef ég pára eitthvað hérna inn á svona viku fresti!
...en jæja, skítt með það, ég er bara svona svaaaakalega bissí!
Ég er aðallega (svona fyrir utan eðlileg heimilisstörf og nám) búin að vera að brasast í gamalli pappírsvinnu undanfarna daga ...og komast að því að það er ekki mjög auðvelt að fá upplýsingar um það hvar maður var staddur seinni hluta árs 2002.
Málið er nefnilega það, að ég er að fara til New York og pantaði miðann vitandi það að ég er e.t.v. grunuð um að hafa verið ólöglega í bandaríkjunum árið 2002. Þegar ég fór til bandaríkjanna árið 2002 og var þar í tvær vikur, þá týndi ég (eða reyndar henti ég því óvart) blessaða I-94 kortinu sem maður á að skila þegar farið er úr landinu. Ef þú skilar ekki þessu korti, þá getur þú lent í því að vera skráður með óákveðna brottfarardagsetningu úr landinu. Ef þú ert í landinu ólöglega í milli 180 - 365 daga, þá máttu ekki koma til bandaríkjanna í 3 ár. Ef þú ert lengur en 365 daga, þá máttu ekki koma til bandaríkjanna í 10 ár.
Þegar ég fór á sínum tíma, þá var mér sagt að ég yrði að láta stimpla í vegabréfið mitt þegar ég kæmi til íslands, til að ég gæti sannað að ég hefði farið. ég lét gera það ...og týndi svo vegabréfinu mínu!
...nú... ég hafði samband við bandaríska sendiráðið á íslandi og þær sendu mér upplýsingar um það hvað ég þarf að gera, og það var svo MIKLU meira vesen en mig hafði órað fyrir! Ég er búin að hringja skrilljón símtöl hingað og þangað, til að fá skriflegar sannanir fyrir því að ég hafi verið á íslandi síðla árs 2002, ég gat ekkert fengið frá icelandair, ekkert frá sýslumanninum (öllum gögnum um gamla vegabréfið eytt), ekkert frá bankanum ...og í þokkabót er ég ekki alveg viss um brottfarardagsetninguna.
Ég endaði á því að senda út upplýsingar um að ég hafi verið skráð í skóla ásamt einum visareikningi og útskýringabréfi! Þetta alltsaman þurfti svo að sendast í ábyrgðarpósti, og sjálf þarf ég að vera með afrit af öllum gögnunum og ábyrgðarnúmerið þegar ég fer út.
Konurnar í sendiráðinu segja að ég komist örugglea í gegn, en gæti lent í yfirheyrslum.

...þessir ameríkanar!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sjiiii...

silja

7:18 e.h.  
Blogger Ms. Berger said...

yfirsheyrsla.. hljómar eins og skemmtilegt ævintæyri! Og ef ekki, þá pottþétt góð saga..
Ég er nú þegar búin að stofna samtökin 'don't be leim, send ester heim'
þú brosir þig bara í gegnum þetta.. þeir fara nú ekki að vesenast mikið í svona sætri stelpu!!!
ps. takk fyrir að kommenta svona fallega, ég er alveg hrærð.
Og jú, ég er sko alveg til í annað sjávarborgarævintýri næst þegar ég er á landinu!

3:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úff, ég get verið svo nastí og ég er að reyna að hætta því (strokaði t.d. út kommentið um vaselínið sem ég var búin að skrifa hér). Ertu með einhver góð ráð, svona þú veist, sálfræðileg???

4:07 e.h.  
Blogger Ester said...

sem mjólkandi móðir, hefðir þú að sjálfsögðu átt að skæla aðeins yfir óförum mínum ...en það er greinilega annað uppi á teningnum! Sálfræðilegt álit mitt er því að þér sé ekki við bjargandi ;)

5:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En hvernig vissir þú af þessu öllu? Maður fær bara í magann ef ég gerði ekki allt rétt í nóv síðastliðnum og er að fara í des aftur. Yrði ekki kát að vera send heim aftur...

7:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home