...hmmm

mánudagur, október 22, 2007


Við Heiða áttum alveg æðislegan dag í gær. Við vorum bara að rölta um, fá okkur rauðvín og skoða mannlífið. Við fórum meðal annars í central park, sem er hérna á myndinni. Það er rosalega skrítið að vera inni í fallegum skógivöxum garði og sjá síðan þennan risavegg handan við tjörnina og trén sem maður horfir á, það verður einhvernveginn svona óraunverulegt að horfa á það ...manni líður eiginlega eins og maður sé að sjá vitlaust!
Þetta er samt ofboðslega notaleg og skemmtileg borg, allir svo kurteisir og hjálpsamir og ótrúlega friðsamt þó hér sé margt fólk og mikið líf. Ég væri sko alveg til í að koma hérna aftur ...og lofa þá kannski Ara að koma með líka :D

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

glæsilegt að það gekk allt vel hjá þér og að það var gaman..
en allavega, þetta er í síðasta sinn sem ég kommenta hjá þér með hálskirtla í mér.. svo ég bið bara að heilsa og sjáumst svo hressar án hálskirtla ;)

7:13 e.h.  
Blogger Ms. Berger said...

Frábært samt að allt gékk vel og ekkert ves.. þó ég hafi nú eiginlega verið að vonast eftir sögum af hræðilegum tollvörðum og svæsnum vegabréfseftirlitsmönnum sem yfirheyrðu þig í marga klukkutíma undir sterku ljósi við dropahljóð úr næsta krana..
góða skemmtun og ekki gera neitt sem ég myndi gera :)
xxx

11:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home