...hmmm

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Ohh hvað það getur verið ljúft að vera mamma! Ég lá í sófanum í gær og yndislegu dætur mínar tvær (2 og 11 ára) komu og tóku mig úr sokkunum og nudduðu á mér þreyttu mömmulappirnar með aloe vera geli. Nuddið var að vísu mjög mismunandi fyrir hægri og vinstri fót!
Hægri fóturinn fékk kröftugt og markvisst nudd, sem hafði þann tilgang að örva blóðflæðið og koma smá lífi í fótinn. Viðtakandi nuddsins þurfti af og til að svara spurningum um hvort þetta væri gott svona eða hinsegin þegar kröftugir þumalfingur reyndu að vinna á erfiðu svæðunum á hinum mjög svo (ekki) fögru fótum.
Nuddið á vinstri fæti snerist hvað mest um að koma sem mestu geli á fótinn, litlar og ljúfar strokur frá litlum fingrum, tog í tásur og smá fliss yfir mömmutásum af og til.

Já, svona getur þetta verið ljúft, ...ekki þarf ég að hafa áhyggjur af ljótum tám eða gagnrýni hjá þessum fótsnyrtum. Ég er afskaplega þakklát tásu-mamma, sérstaklega í ljósi þess að ég yrði seint beðin um að auglýsa naglalakk eða ökklabönd ...það myndi að minnsta kosti ekki auka söluna get ég sagt ykkur!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mmm, hljómar dásamlega, get ekki beðið eftir mínu mömmutásunuddi...

12:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Ester, ég óska þér & þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Kveðja, Rakel Run.

9:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home