...hmmm

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Hér eru nokkrar myndir frá Tenerife, og fyrst erum það við hjónaleysin, all dressed up, á áramótunum. Við borðuðum 5 rétta máltíð, sem var mjög góð, fyrir utan það að nautakjötið var ofsteikt eins og hættir til á svona samkundum.

Svei mér þá ef amman og stelpan eru ekki bara svolítið líkar! Sætir rauðhausar þarna á ferðinni :)

Ynju og Óðni fannst ekki leiðinlegt! Þarna erum við í labbitúr á el duke!

Við systurnar hressar að vanda, með kokteil í hönd.

Ynja og Óðinn á ströndinni...

Hmm, eitthvað er ég nú annarshugar hér og veit ekki alveg að það sé verið að taka mynd. Reyndar er ég upptekin við að fylgjast með ormunum mínum sem voru að skottast í einhverjum fataslám, hjá sérlega duglegum kaupmanni sem var alltaf að laga dótið í búðinni hjá sér þó engir væru viðskiptavinirnir.

Urður var alveg að fíla ströndina, hún sat á sama blettinum allan tímann alveg svakalega bissí!

Ynja og Óðinn höfðu líka nóg að gera við að moka, búa til kastala og sulla í sjónum. Dásamlegt alveg!

Sætu mæðginin Heiðdís og Þorgils að skoða spékoppana sína.

Jæja! Ekkert blogg í langan tíma og tjéllingin að verða þrí-tug um helgina. Þar sem ég var búin að gleyma að ég ætti afmæli verður enginn gleðskapur, en ég á eftir að ákveða hvort það verður eitthvað á næstu helgi eða hvort ég sleppi því bara alveg ...sjá til bara :)

Hvernig væri samt að monnta sig aðeins af miðafsprenginu sínu, sjáið hvað hann er klár ...7 ára drengurinn!




Hér er hann svo að spila blús

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þetta er alveg snilld hjá honum.. ég var 14 ára held ég þegar ég lærði taktinn sem hann spilar á efra myndbandinu ;)
Hann er glæsilegur ! :D

10:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ,
mikið eru þetta nú æðislegar myndir af ykkur öllum.
ooooog shetturinn, Óðinn er snillingur og algjört undrabarn það er alveg á hreinu :)
knús og kveðjur frá NY
Heiða

10:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með afmælið elsku vinkona, mér var svo mikið hugsað til þín á sunnudeginum en mundi nú alls ekki eftir því að það væri 27. jan. - ætlaði að bjóða þér í vöfflur en hugsaði svo með mér að þú myndir ábyggilega ekki nenna út í þetta vonda veður... það bíður betri tíma líka ;)

6:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já það má segja að það sé smá taktur í drengnum. bið að heilsa ormalingunum.

9:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home