...hmmm

fimmtudagur, maí 29, 2008

Þessa stundina ætti ég að vera stödd í flugstöðinni á leið til Spánar. Það er búið að breyta flugtímanum okkar 4 sinnum og núna er einhver bilun í vél, þannig að flugið okkar sem átti að vera 11:30 eftir síðustu breytingar er núna áætlað kl. 18:35. ...og já, ÁÆTLAÐ! það er ekki komin staðfesting þannig að því seinkar nú líklega meira. Það er einmitt líka búið að seinka Alicantevélinni frá því í gær, og mig grunar að sú vél eigi eftir að fljúga út til Alecante og til baka aftur að sækja okkur þegar búið er að gera við hana.

Ég, Ari, Halldór og Eva ætlum að fara á Kringlukránna í hádeginu og ímynda okkur að við séum á Spáni :D

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uhh vona að þú sért ekki enn á kringlukránni....


thí hí sakna bloggsins þíns koma stelpa. Miss jú
Lísa

1:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home