...hmmm

mánudagur, maí 12, 2008

Ég biðst afsökunar á mjög löngu blogg-hléi :)
Ég hef bara verið alveg á fullu í prófum og ritgerðarskilum. Allan tíman hef ég verið mjög óviss um hvort mér tækist að klára þessar 19 einingar, en ég er nokkuð viss um að það hafi tekist :D ...sem þýðir þá að ég er að útskrifast þann 14.júní.
Við fórum út að borða á laugardaginn á Sjávarkjallarann ...og jeminn, ég fer bara að slefa þegar ég hugsa um það. Við fengum 16 rétta máltið og vááá hvað þetta var gott. Við borðuðum meðal annars hreindýr, naut, önd, kengúru, lax, túnfisk, smálúðu, humar, skelfisk, saltfisk ...og eitthvað fleira, þó ótrúlegt sé! Við Ari skelltum okkur þarna með Halldóri frænda og Evu, sem er konan hans, og Hrund frænku minni, það er ekki hægt að biðja um betri félagsskap við að slafra í sig svona dásamlegum mat :)
...svo er svo margt spennandi framundan, ég byrja í nýrri vinnu á morgunn, fer til spánar eftir rétt rúmar tvær vikur, ásamt áðurnefndum Halldóri og Evu, og svo bara útskrift!
Ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna er sú að mér finnst eins og ég hafi ekkert að gera, ég þarf ekki að læra, ég er búin að þrífa allt, Ari og Óðinn eru á bílasýningu og ég er bara hérna heima með ekkert betra að gera en fylgjast með þessum 7 stelpum sem eru hérna núna - mínar tvær og fimm aðrar.
Ég þarf kannski að fara að rifja upp gömul áhugamál eins og að baka eða sauma út, hehe.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Verður aftur jafn löng bið eftir næsta bloggi. Kveðjur til ykkar héðan af Skaganum og sjáumst vonandi fljótlega.Birna

12:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home