...hmmm

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Nú er skoffínið orðið tveggja og hálfs árs og er stöðugt að læra nýja hluti. Það vill nú þannig til að skvísan er ennþá með bleyju og hefur ekki sýnt mikinn áhuga á því að hætta, þrátt fyrir að vita nákvæmlega hvenær hún þarf að nota hana. Ef undarleg lykt fer að finnast í húsinu og grunur beinist að henni, þá neitar hún staðfastlega og snýr rassinum út í horn, eða hleypur inn í skáp og lokar. Í svoleiðis stöðu þarf maður að afla frekari sönnunargagna, og felst það oftar en ekki í því að maður þarf að beygja sig niður og ganga úr skugga um uppruna óþefjarins!

Börn læra ýmislegt af foreldrum sínum. Undanfarið hefur skoffínið því farið að rjúka á fólk og lykta af rassinum á því ef hún finnur grunsamlega lykt eða hljóð sem bendir til þess að eitthvað grunsamlegt hafi átt sér stað.
Þetta getur boðið upp á frekar vandræðaleg augnablik.

Ókei! Af því að þessi staða var komin upp ákvað ég að nú yrði bara að fara að venja hana af bleyjunni. Þessvegna tók ég bleyjuna af henni seinnipartinn í dag og sagði við hana að nú þyrfti hún að fara að hætta með bleyjuna og nota nærbuxur, eins og Ynja og Óðinn.

...ég var ekki fyrr búin að því en hún fór ein inn í fataskápinn hennar Ynju, klæddi sig í nærbuxur af henni og skeit svo í þær!
Það þarf varla að taka fram að Ynja var mjög hress með þetta, hehe :)

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

OMG, þetta er yndislegt, algjör dúlla, tekur mömmu sína bara á orðinu... :D

Kveðja,
amma Helga

10:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha.. Urður Aradóttir er snillingur ! Ég hló upphátt þegar ég las þetta :) og að lykta af rassinum á fólki, ég sé þetta alveg fyrir mér ! litli rauðhausinn.. bið að heilsa ;)
kv björk

10:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku dúllan mín innilegarhamingjuóskir með 30 ára afmælið þarna um daginn kveðja gamlan á Hrófá

11:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvísa,eitthvað kannast ég nú við svona dæmi að fara afsíðis,oft undir borð þegar verið er að gera stórt hi hi hi,þetta er svo skemmtilegur aldur,Emilían talar út í eitt og er með mjög góðann orðaforða stelpuskottan,allan daginn hljómar í eyrum mér Egla Egla ekki mamma ónei það er sko bara skírnarnafnið takk fyrir,svo er hún líka alveg ofboðslega dúleg hætt með bleyju stelpurófan en á það til að kúka stundum í buxurnar og þá er farið undir borð jamm í felur´en þetta gengur bara vel hjá henni og hún er dugleg að segja til og elskar rauða koppinn sinn og nú er bláa setan orðin mjög spennandi það er svooo gaman að sitja sona háttt uppi svo stolt stelpuskottan.Híhíhí;)gat nú ekki annað en hlegið þegar ég var að lesaa þessa færslu hjá þér bara gaman að því látið ykkkur líða vel kæra fjölskylda kærleikskveðjur ú sveitinni Erla Svanbjörg;)

8:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha! skeit...
skemmtilegt orð:)

7:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha, algjör snillingur

12:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vá ég hló upphátt þegar ég las þetta...
Hún er æði...
Hlakka til að hitta hana, og leyfa henni að kenna Aroni "mannasiði" .. haha :)

Kv. Birgitta

2:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home