...hmmm

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Ég er orðin stökkmúsamamma. Stökkmúsakerlingin okkar eignaðist unga í nótt. Ég held að þeir séu 5 talsins, annars er ég ekki búin að sjá þá nógu vel. Músamamman er á fullu að laga bælið og passa litlu ungana sína.
Það er alveg ótrúlegt að þetta geti orðið til á aðeins 3 vikum!

Þannig að ...ef einhvern vantar stökkmýs, þá er ég rétta manneskjan til að tala við.
Smá upplýsingar um stökkmýs: stökkmýs eru afskaplega skemmtileg dýr - mun skemmtilegri en hamstrar, ég hef átt svoleiðis líka. Þær eru alltaf á fullu að forvitnast og gera eitthvað, grafa eða vinna. Það er ekkert mál að halda á þeim, þær eru ekki að stökkva frá manni eins og nafnið gefur til kynna, heldur finnst þeim gaman að troða sér á milli puttanna á manni. Þær elska sólblómafræ. Þær hlaupa EKKI í hlaupahjóli ...sem þýðir enginn hávaði á nóttunni. Þær eru vakandi á daginn - ekki sofandi og í felum eins og hamstrar. Það kemur ekki vond lykt af þeim - eins og gerist hjá hömstrum.
Semsagt, ef þið hafið verið að hugsa um að fá ykkur hamstur, fáið ykkur þá frekar stökkmús :D Þær eru miklu sætari og skemmtilegri :)

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég er svo hrædd við mýs, myndi ekki geta sofið á nóttunni fyrir áhyggjum af því að músin væri búin að naga búrið í sundur og að ég væri næst á naglistanum. Nei, held mig bara við stærri dýr held ég...

11:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sammála síðasta ræðumanni. kv. mamma

10:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kíktu á þessa síðu!

http://blog.central.is/puggubo

4:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Ester
Mig langar rosalega í allavega eina hjá þér! Ertu til í að senda mér póst á raggas@simnet.is ???
Bestu kveðjur frá Hvammstanga
Ragga Sveins

5:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Ester
Ertu til í að senda mér smá póst um ykkur systur. Okkur vantar heimilisföng og símanúmer ykkar fyrir ættarmótið, og líka smá aðstoð ef þú hefur tíma :)
Igga
iggaben@simnet.is

8:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

er þetta ekki bara mús?

þeas bara mús án lúsa?

Kv. Birgitta

2:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Servidor, I hope you enjoy. The address is http://servidor-brasil.blogspot.com. A hug.

5:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ!!
það stendur í tenglunum á strandir.is, Ester frá Hólmavík bloggar reglulega. Hvað meina þeir???
Grín....
Kveðja Begga.

3:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

He he tek svo sannarlega undir kommentið frá Beggu;) Kvitta hér og heimta meira blogg! Engin afsökun þegar prófin og verkefnið er frá!

lærdómsbaráttukveðja
Lísa

Ps. Er enn í fráhvörfum... held við höfum aldrei sést svona lítið í próftíð... Sjáumst máske í vikunni upp á hlöðu eða í HT.

3:03 e.h.  
Anonymous Sunna, Selma og Aldís said...

Hvernig veistu hvort að þau eru ólétt ?

2:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home