...hmmm

laugardagur, maí 17, 2008

Dagurinn í dag hófst með rigningarferð í húsdýragarðinn. Ég man alltaf þegar ég er komin á svona fjöldasamkomur að mér finnst fátt ömurlegra en að standa í biðröðum, krakkagreyin fengu þessvegna ekki að fara í nein tæki (sem þeim fannst reyndar allt í lagi), en við fórum reyndar í pulsuröðina til að fá blauta og klessta pulsu ...ojbara! Urði fannst gaman að skoða dýrin þannig að ferðin var nú ekki alveg til einskis ;)
Svo fórum við í Salinn í Kópavogi þar sem Ynja var að syngja með kór Kársnesskóla. Alveg dásamlegt að horfa á þessar elskur, allar svo sætar og góðar með fallegar englaraddir. Bakkelsið í salnum var nú eitthvað annað en klesstu pulsurnar í Húsdýragarðinum - enda færustu húsmæðurnar í vesturbæ Kópavogs að sjá um baksturinn, þar á meðal ég, hehe ;)
Urði fannst rosalega gaman á tónleikunum. Fyrst var hún svolítið þreytt og notaði puttan á pabba sínum til að troða í nefið á sér, af því að sængin var ekki á svæðinu. En eftir því sem lögin hresstust, hresstist Urður líka og var á endanum farin að hendast um allan salinn dillandi bossanum og hoppandi eins og lína langsokkur með tvær rauðar fléttur sem stóðu út í loftið. - en það var nú í góðu lagi, þetta voru svona frjálslegir tónleikar og maður þarf ekkert að vera stilltur á svoleiðis :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oo, hvað ég vildi að ég hefði verið með ykkur á tónleikunum, ég veit að Ynja hefur verið æðisleg, eins og alltaf, kveðja amma Helga

11:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sá einmitt litla rauðhærða stelpu troða putta (ekki hennar eigin) í nös á ruv í kvöld. Pabbinn var dolfallin af einhverju öðru.

Igga

11:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home