...hmmm

þriðjudagur, júlí 03, 2007

ég skellti mér á hamingjudaga á Hólmavík um helgina og við systurnar skelltum okkur allar saman á ball á laugardagskvöldinu (...og jú, kallarnir okkar fengu að koma með líka) Ég stal þessum myndum af síðunni hennar Sóleyjar frænku ...en hún er algjör snillingur eins og sést hér!
Nú!!! ...en kvöldið snerist semsagt aðallega út á þennan jakka hér, sem björk systir tekur sig alveg frábærlega út í. Þetta er forlátur leðurjakki sem hún Heiðdís systir mín fékk í jólagjöf þegar hún var 10 ára. Þetta er mjög stuttur og glæsilegur jakki, skreyttur allskyns pallíettum og ekki skemmir fyrir að á bakinu er nokkurskonar áfastur bakpoki eða svona stór vasi sem hægt er að loka og passar fínt undir nokkrar bjórflöskur. Axlapúðarnir eru af stærð XL.

Þar sem 85 fílíngurinn var á annað borð mættur hjá systrunum, máttum við til með að taka smá dangerous girls á þetta.

Heidí var hress (þó ekki með jakkann) og vildi alltaf að við myndum segja neeeeeeeeeei, þegar það var verið að taka mynd af okkur.

Hérna erum við systurnar með hressleikann í fyrirrúmi og tilbúnar í slaginn!

Ókei ...það er pínu fyndið að ég og ari héldum að við værum með myndavélina hennar Bjarkar og Björk hélt að þetta væri myndavélin okkar ...en þetta var semsagt myndavélin hennar Sóleyjar. Ara langaði mikið til að gefa Björk mágkonu sinni fína mynd af sér og setti því upp Zoolander svipinn og smellti af. Þessvegna er núna mynd af honum á síðunni hennar Sóleyjar ...og á síðunni minni. Til hamingju með það Ari :D