...hmmm

laugardagur, september 30, 2006

Marghliða aðfallsgreining, tregar línur, normalrit, stöðluð leif, mat á hallastuðlum, marktækistuðull, öryggisbil, staðalfrávik leifar ...og svo margt annað álíka skemmtilegt er viðfangsefni dagsins í dag og er að gera mig alveg kreisí!!! ...koma svo ...vorkenna manni smá hérna!

mánudagur, september 25, 2006

Það er nákvæmlega eeeekkert í sjónvarpinu. Er með kveikt á einhverju contender dóti, og oj oj oj. Ég held að það sé ömurlegasti raunveruleikaþáttur sem ég veit um (fyrir utan celebrety cooking showdown). Það er það sama í öllum þáttunum, einhverjir tveir gaurar að boxa og allir eru þeir með sömu frasana "...man, i´m doing it for my famely..." my ass!!! Þá kýs ég nú frekar Americas next topmodel ...ó já ó já! Alltaf ný og skemmtileg verkefni og nýtt bitchfight í hverjum þætti! Það er almennilegur hasar!!!
Annars á ég engan svona þátt sem ég horfi alltaf á núna. Ég sakna örvæntingafullu eiginkvennanna og týndu eyjarbúanna allsvakalega! Mig vantar einhvern uppáhaldsþátt núna ...og auglýsi hér með eftir einum slíkum...

sunnudagur, september 24, 2006

Óðinn var lagður inn á Barnaspítala Hringsins á föstudaginn, vegna þess að hann var ekki að jafna sig nógu vel eftir aðgerðina. Hann gat lítið borðað og var enn með mikla verki, sem er víst ekki eðlilegt. Honum voru gefin sterkari verkjalyf, og fékk svo að fara heim seinnipartinn af því að hann var búin að vera svo duglegur að drekka "krafta" súpu :D

Ég er bara búin að vera að LÆRA ...slapp að vísu út að borða á föstudagskvöldið ..thank god!

Það er eitthvað svo mikið svona "sunnudags" í mér núna! Hef bara ekkert að segja og er að pæla í að kíkja kannski bara á einhvern í heimsókn, ef Ara tekst að laga bílinn fyrir kvöldið. Hver verður svo sá heppni/heppna sem fær mig í heimsókn??? Það verður nú spennó haaa!

sunnudagur, september 17, 2006

Aðgerðin gekk alveg rosalega vel hjá Óðni og hann er allur að koma til, en þarf samt að vera frá skólanum í eina viku og hafa sig hægan heima. Við erum öll búin að finna alveg óskaplega mikið til með honum, en hann er voða harður og vill helst bara fá að liggja einn þegar hann finnur mest til.

Það hefur fjölgað aðeins á heimilinu út þennan mánuð, en hún Silja litla ætlar að búa hérna þangað til hún fer á Sauðárkrók. Það fylgdi henni svona sirka 3 tonn af dóti, næstum allt pakkað í litla plastpoka! Óðinn var svo góður að lána Silju frænku herbergið sitt, undir alla plastpokana. Hann fær í staðinn að vera með sjónvarpsholið fyrir herbergi, og við fluttum alla dótakassana og bílateppið þangað.

Skólinn er pínu búinn að vera á hakanum undanfarna daga (mér finnst samt eiginlega ennþá að hann sé ekkert byrjaður) þannig að ég þarf heldur betur að fara að herða mig í lestrinum ef ég ætla að komast í gegnum þetta!

Urður snúlla er farin að labba út um allt, og hún er farin að sýna á sér mjög glysgjarna hlið. Það er allt "díntið" hjá henni núna. Það skemmtilegasta sem hún gerir er að fá að skoða "díntið" og setja spennur í hárið, tösku um hálsinn og eitthvað svona fínerí! (fyrir þá sem ekki skilja barnamál þá er "díntið" það sama og "fíntið" sem er samheiti yfir allt sem talist getur fínt á einhvern hátt).

...þetta er nú hálf glatað blogg hjá mér undanfarið ...ekkert krassandi að gerast hjá mér :P

fimmtudagur, september 14, 2006

jæja, best að pústa einhverju smá hérna inn til að þið farið ekki að gefast upp á mér!

Þessi vika er búin að vera alveg sérstaklega hlaðin af allskyns veseni. Þar má nefna 7 ferðir á tannlækna, lækna og skurðstofur. Fundi, vesen og leiðindi. Lærdóm *ekkó* dóm dóm dóm dóm. Fullkomnunaráráttu í húsmæðrastörfum, sem virðist fylgja því að hafa of mikið að gera ...ehh :P Ég er búin að vera sveitta kellingin in da house!!!

Fólkið sem ég hef haft mest samskipti við í þessari viku eru tannlæknar ...án gríns!

...ég er alveg að tapa mér og langar geðveikt mikið í ískaldan bjór ...gaaaarg!!!

nei, nei ...varð bara að fá að vera pínu taugaveikluð ;) Annars er bara allt í fína, Óðinn að fara í aðgerðina á morgunn og allt bara pollrólegt að öðru leiti :D

...ég er búin að fela visa kortið mitt og ætla ekki að finna það fyrr en ég fer til þýskalands ...því veitir ekkert af því að hvíla sig smá fyrir átökin...

föstudagur, september 08, 2006

Jæja, nú kemur svona hraðayfirlit af fréttum og veðri.

Við vorum að fá að vita að Óðinn á að fara í hálskirtlatöku á föstudaginn, kvíðum auðvitað svolítið fyrir, en þetta á vonandi eftir að létta aðeins svefninn hjá greyinu.

Urður er ennþá í aðlögun hjá dagmömmunni, hún var aftur veik á þriðjudegi og miðvikudegi, eins og í síðustu viku og svo voru veikindi hjá dagmömmunni núna í dag :/ Þannig að hún á örugglega eftir að þurfa að vera aðeins áfram í aðlögun í næstu viku ...ég er nú svolítið farin að bíða eftir að það komist eðlileg rútína á þetta allt saman!

Ég þoli ekki kristinfræðikennslu í skólum, t.d er núna um allt land verið að kenna 6 ára krökkum að guð hafi skapað heiminn ...ég segi nú bara, díses kræst sko...

Verð þá í leiðinni að viðurkenna að ég vona að börnin mín velji að fermast ekki þegar þau eru í 8 bekk, það er fáránlegt að láta 13 - 14 ára börn í þessa stöðu.

Veðrið er vont!

Kaffið mitt er hreint ágætt!

Skapið alveg hreint ágætt!

Námið alveg stórgott, þó ég verði nú að fara að auka lestrarhraðann svolítið!

Peningamál: batnandi! Gunnar Birgisson hefur ákveðið að styrkja okkur skötuhjúin (og reyndar aðra foreldra ungra barna í Kópavogi) um 30 þús. kall á mánuði. Mig langar að taka hann og kyssa hann á búttaðar kinnarnar. Hann óx alveg slatta í áliti hjá mér núna (þó það hafi örugglega verið Ómar greyið sem fann upp á þessu ..hehe). Já ...það er gott að búa í Kópavogi :D

mánudagur, september 04, 2006

Skólinn byrjaður! Er ég búin að mæta ...neeee, ég er að hugsa um að geyma það þar til á miðvikudaginn :)

Annars var bara rosa gaman á Hellu um helgina, algjört partýstuð með fjölskyldunni. Það tekur mig smá tíma að jafna mig, svona tónlistarlega séð, þar sem ég gat valið á milli þess að hlusta á diskana hans pabba (Ég er ekkert sérstaklega að fíla Bó Hall og félaga ...sorrý) eða hlusta á Heidí systir syngja leikskólalög! ...ég þarf virkilega að fara að taka þetta lið mitt í gegn. Ég mundi setja myndir ef mér hefði ekki verið bannað það!

föstudagur, september 01, 2006

Ég ætla að skreppa á Hellu til Heidí sys um helgina (svo Ari geti málað í friði, eins og ég var búin að skipa honum að gera). Svo er ég í geðveiku losti, stelpa um tvítugt kallaði mig KONU og hún var greinilega eitthvað að ruglast eða fara mannavillt af því að ég er bara stelpa sko...