...hmmm

sunnudagur, maí 27, 2007


Nú þegar sumarið er komið finnst mér alveg rosalega mikilvægt að vara fólk við óheiðarlegum mönnum sem koma heim til fólks og úða garðana hjá þeim. Í gær kom hingað maður og úðaði garðinn okkar án þess að spyrja kóng né prest, svo bankaði hann uppá hjá mér og sagði að þetta hefði verið pantað fyrir tveim dögum og nefndi nafn manns sem bjó hérna fyrir ári síðan. Ég sagði að ég kannaðist ekkert við að hafa pantað garðúðun og bað hann að spyrja fólkið á neðri hæðinni. Hann segir svo við þau að þetta sé gert árlega í þessum garði! ...þau pöntuðu enga úðun heldur.
Fyrir utan það að þetta eru mjög óheiðarleg vinnubrögð, þá ber þessum garðúðurum skylda til að skoða garðinn áður en hafist er handa við að úða og upplýsa eigendur um ástand garðsins. Hér voru ekki komnar neinar lirfur og því engin þörf á úðun! Garðúðun hefur EKKERT forvarnargildi. Það á alls ekki að úða garða að nauðsynjalausu og þetta eiga þessir menn að vita ...auk þess sem þeim ber skylda til að sýna alltaf fullgilt leyfisskírteini.

Ef einhver kemur til að úða garðinn hjá ykkur, verið þá viss um að þörf sé á því. Ef einungis nokkrar lirfur eru í garðinum þarf ekki að úða, heldur bara að lofa náttúrunni að ganga sinn gang. Óþarfa úðun getur raskað lífríki garðarins og eytt jafnt gagnlegum pöddum sem skaðlegum.

Ég bendi á góða grein frá umhverfisstofnun: http://www.eftirlit.is/Gardaudun.htm

miðvikudagur, maí 23, 2007

Ég er svo ótrúlega stolt af sjálfri mér núna, að ég verð bara að fá að monta mig aðeins. Ég fékk einkunn úr Lífeðlislegri sálarfræði í gær, og fékk 8. Svo fór ég að skoða tölfræðina og komst að því að ég (ásamt einhverjum þrem öðrum) var hæst í kúrsinum :D

...bjóst sko alls ekki við þessu! Rosalega góð tilfinning að vera betri en hundraðogeitthvað manns í einhverju ...hehehe :D

Annars sá ég eitt svolítið sniðugt á vísindavefnum í dag, verið að tala um "fröken fix", en þar kemur fram að aðeins eldra fólk og miðaldra noti þessi orð ...hvort er ég?
...æ já!! ég er frá Hólmavík!

http://visindavefur.hi.is/?id=6619

mánudagur, maí 21, 2007

Það er gott að hafa góða barnapíu! Hún Silja mín var að passa aðeins fyrir mig um daginn, og þegar ég kom heim tók ég eftir því að sólgleraugun mín voru brotin!
Þeir sem eiga börn vita vel, að það getur verið ansi erfitt að fá uppúr þeim hver framdi glæpinn og oft þarf að láta málin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. En nú kemur parturinn af hverju barnapían er svona góð. Sem fyrrum lögfræðinemi gætir hún sín á því að hafa skotheld sönnunargögn, sem hún svo sendir mér, móðurinni.

...hvað segið þið? liggur ekki málið alveg ljóst fyrir? ...ættu þetta ekki að vera nægjanleg sönnunargögn, ...skoffínið staðið að verki?

Sektin sést nú bara á andlitinu á henni!Annars sá ég nú að hún Íris frænka mín var að kommenta hérna hjá mér, og ég verð að segja að ég er hjartanlega sammála því að við verðum að fara að hittast "lillufólkið". Er ekki einhver í fjölskyldunni ótrúlega góður planari? Allavegana sýnist mér að það sé nú ekki skortur á því að vilja hittast ...vantar bara að einhver taki sig til og ákveðið að hittast :D Mann langar ekkert smá að sjá öll þessi börn sem eru komin í fjölskylduna.

mánudagur, maí 14, 2007


jeiiiii!
Búin í prófunum ...ó mæ god hvað ég er fegin!
Þessi próf eru nú alveg agaleg ...ég er allavegana alveg að drepast úr ljótunni núna, oj oj oj. Það kemur einhver svona inniveru nörda blær á mann, án gríns! Fyrir utan það að þessi fína bólufjölskylda ákvað að setjast að á andlitinu á mér, þá er ég bara einhvernvegin öll úr lagi gengin.
Mikið rosalega langar mig að fara bara á næstu snyrtistofu, í nudd, andlitshreinsun, plokkun og litun og vax! djö sem ég þarf á því að halda! Ég er orðin svo illa haldin af ljótunni að mig langar til að fara í leiseraðgerð svo ég geti hætt að vera gleraugnaglámur ...gleraugun mín eru einhvernveginn skökk og bæta ekki nördalúkkið.
Reyndar á nú spegillinn hennar Silju alveg mjög stóran þátt í þessum áhyggjum :P ...ef þið (stelpur) viljið sjá ykkur með bólur og skegg, kíkið þá í heimsókn til Silju ...hún á sko spegil sem lætur ykkur fá alveg þokkalega gott raunveruleikasjokk! Ég veit ekki hver hannaði lýsinguna inni á baðherbergi hjá Silju, en það er nokkuð ljóst að hann fær ekki að hanna lýsinguna inni á baði hjá mér!

:::Þá kýs ég nú frekar að lifa bara í lygi:::

föstudagur, maí 11, 2007

eeeeeitttt próf eftir og svo er ég búin!!!
Það er bara verst að það eru kosningar þarna í millitíðinni, þannig að maður missir af mesta fjörinu og spennunni sem á eftir að fylgja þeim, mest spennandi kosningar í áratugi!
Það er nú ekkert leyndarmál að mín staða er alveg út á vinstri kantinum og eitthvað um það að stjórnmál séu rædd á heimilinu. Elsta barnið á bænum hefur sýnt stjórnmálum mikin áhuga, ekki síst eftir að ég tiltlaði hana tilvonandi formann vinstri grænna, vegna þess hve hún tekur umhverfismál, endurvinnslu og málefni hinna minni máttar alvarlega. Eitthvað virðist nú líka vera um það að stjórnmálin séu rædd inni í skólastofunni í 5. bekk D í Kársnesskóla.
Ynja kom heim í dag mjög óðamála og sagði að ein stelpa í bekknum, sem styddi Sjálfstæðisflokkinn hefði sagt að vinstri grænir ætluðu að snúa Íslandi á hvolf!
"Hún heldur að Ísland fljóti á sjónum! Flýtur Ísland nokkuð á sjónum, ha mamma???"
"-nei, Ísland er fast ...eiginlega bara svona fjall í sjónum"
"Sko ...vissiða, vissi að það væri ekkert hægt að snúa Íslandi á hvolf!"

Mjöööög heitar stjórnmálaumræður í skólum landsins.

Þið öll, kæru vinir munið bara að kjósa rétt! Nú er tíminn til að fella ríkisstjórnina ...við getum þetta alveg. ...og í guðanna bænum, ekki láta þennan bjánalega hræðslu kommúnismaáróður hafa áhrif á ykkur, eitthvað rauðukallakjaftæði!

Áfram VG!

laugardagur, maí 05, 2007

Prófin eru farin ad segja til sín, ég er farin ad taka alveg hrædilega heilalaus móment! Ég stökk á Silju í gær og bad hana um yddara ...ég meinti samt heftara, allavegana pínu líkt. Svo thegar ég kom heim í gærkvöldi, thá sló ég nú öll met. Ég hafdi keypt einhvern súkkuladi sojabúding til ad láta Urdi borda og Ari var ad segja mér ad hún vildi ekki sjá thennan súkkuladibúding! Thá segi ég, starandi heilalaus út í loftid: "vill hún samt ekki alveg melónudrykkinn?" ...Ari gaf mér mjög skrítinn svip, vitandi ad thad er vissulega ekki til neinn melónudrykkur heima hjá okkur, og hefur aldrei verid!
"eee ...Ester, ertu kannski ad meina vanillubúdinginn?"

...oj oj oj og ómægod! Hvernig slær saman í hausnum á manni ordunum melónudrykkur og vanillubúdingur? ...ég kannast ekki einusinni vid thad ad hafa keypt, drukkid eda átt melónusafa! Thad er varla ord einusinni!

thetta litla atvik nægdi nú samt til ad skemmta mér ærlega í gærkveldi, ég ætladi ekki ad geta hætt ad hlæja út af thessu ...er madur nú stúpid líka ofan á allt annad!

...og bara svo thid haldid ekki ad ég sé ordin alveg klikk, thá er thorn og ed bilad í tölvunni hjá mér!
Kvedja from da brainhouse!

fimmtudagur, maí 03, 2007

ohh! Ég er svo stolt af sjálfri mér, ég hljóp 4.3 kílómetra áðan ...ég held að ég hafi bara aldrei í lífinu hlaupið svona langt áður (og nota bene, hlaupa ...ekki labba). Vegalengdin sem ég get hlaupið er alltaf að lengjast og ég er stöðugt að koma sjálfri mér á óvart ...love it!

Annars er bara eitt próf búið og fjögur eftir ...ég ætla ekki að gera ykkur það að fara að vera með einhver leiðindi núna!

Ég held að ég sé búin að vera of mikið með henni Silju minni núna undanfarið ...Silja fékk á einhvern ótrúlegan hátt mjaðmaverkina mína, sem læknar hafa enga skýringu fundið á ...og ég er reyndar búin að vera laus við í smá tíma. Fólk er farið að halda að við séum kærustur

...og Silja, án gríns, ég fékk alveg hrikalegan verk í kúluna á ökklanum núna þegar ég var að hlaupa (hef aldrei fengið svoleiðis áður), og eitthvað minnir mig að ég hafi heyrt þig segja það nákvæmlega sama í gær. Þetta er nú hætt að vera normal!