...hmmm

föstudagur, apríl 27, 2007



Eitthvað eru prófafróðleiksmolarnir mínir að komast illa til skila! Dagarnir líða bara svo ótrúlega hratt að þó mér finnist eins og ég hafi bloggað bara í gær, var það víst fyrir þrem eða fjórum dögum síða. Það er allavegana markmiðið að koma með skemmtilega prófafróðleik, ...ekki eitthvað um normalkúrfur og póstmodernisma!

Fróðleikur dagsins gjössovel:

Okkur finnst öllum sjálfsagt að grunnur talnakerfis okkar sé 10, og að við notum puttana (til að byrja með allavegana) til að öðlast skilning á fjölda. Okkur finnst líka sjálfsagt að allir aðrir ættu að skilja þetta kerfi jafn vel (svona erum við nú einföld). Oksapmin þjóðflokkurinn í Nýju Gíneu notar annarskonar talnakerfi, sem samsvarar fleiri hlutum líkamans en bara fingrunum. Grunnur talnakerfis þeirra eru 27 tölur. Þeir byrja að telja fingur annarrar handar, svo kemur úlnliðurinn (6), mitt milli úlnliðs og olnboga (7), olnbogi (8), upphandleggur (9), öxl (10), háls (11), eyra (12), auga (13) , nef (14) og svo eins til baka niður hinn handlegginn alveg upp í 27!

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Bloggleysi undanfarið stafar af endalausum lærdómi og andleysi vegna þess. Þið eigið þvi ekki von á neinu skemmtilegu, nema ykkur langi rosalega mikið til að vita eitthvað um lífeðlisfræðileg ferli í heilanum, þá gæti ég skrifað alveg nokkur blogg um það!
...og já, það var verið að spyrja mig hvar myndasíðan mín væri. Hún er bara því miður ekki til staðar, einu myndirnar sem koma eru þær sem ég nenni að setja inn á bloggið mitt. Samt alveg spurning um að gera eitthvað myndaalbúm, þegar veður leyfir.

Ég ætla að reyna að koma alltaf með einhvern súperdúber skemmtilegan fróðleik á meðan ég er í prófunum, til að sýna ykkur hvað námið mitt er skemmtilegt ...heheheee :D Þetta verður svona "vissuð þið... blogg" næstu daga ...og ef einhver veit, þá má hann commenta ..phee, jahá ...hver veit það nú ekki! ...eða eitthvað álíka.

*Vissuð þið að það eru til konur sem hafa XY litning? Ef 23 litningurinn er XY segir það að fóstrið eigi að vera karlkyns, og Y litningurinn veldur því að andrógeni er seytt í líkama fóstursins. Það er hinsvegar til genagalli (stökkbreytt gen á X litningi) sem veldur galla á andrógenviðtökum. Kynkirtlarnir verða að eistum (þar sem Y litningurinn stjórnar því án þess að andrógen þurfi). Hormón sem á að koma í veg fyrir að innri kynfæri kvenna þroskist kemst til skila og því þroskast ekki leg og eggjastokkar. Andrógenið kemst hinsvegar ekki til skila og þessvegna verður líkaminn, ytri kynfræri (og heili reyndar), kvenkyns. Ef líkaminn á að verða karlkyns, verður andrógen að festast í andrógenviðtaka til að virkja "kerfið". Þetta er því kona, án innri kynlíffæra (en samt með eistu einhversstaðar innaní sér). Þetta kallast Androgen insensitivity syndrome.

...þeir sem horfa á doctor House gætu mögulega hafa vitað þetta! Silja þarf ekki að segja "ég veit" af því að ég veit að hún veit. hehehe :D

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Það er komið allt of nálægt prófum til að mig langi til að trúa því! Ég er bara að basla núna við að skila síðustu verkefnunum og svo hefst prófalestur af fullum krafti. ...ég reyni nú samt að gefa mér tíma til að setja inn myndir fljótlega, úr páskafríinu og af stórglæsilega nýja herberginu hennar Ynju sem ég tók í gegn á síðustu helgi :D

þriðjudagur, apríl 10, 2007

hellúú gott fólk!
Páskafríið að baki og eðlileg störf tekin við að nýju. Við skruppum á ættaróðalið að Sjávarborg og vorum þar í góðu yfirlæti yfir páskana. Krakkarnir voru svo mikið úti að leika, milli þess sem þau hökkuðu í sig páskaegg.
Yngsta tilfellið fékk líka páskaegg, og fékk að ráðstafa því að eigin vild. Það var súkkulaði út um allt, munn, hendur og kinnar. Ég tók fljótt eftir ákveðnu þema í páskaeggjaátinu hjá henni. Hún stakk upp í sig, hafði það uppi í sér í smá stund og tók það svo út úr sér aftur. Svo var nammið bara út um allt, hálftuggið með slefi!

Þetta væri nú varla í frásögu færandi ...nema!
Að þar sem ég lá í sófanum að láta líða úr mér, kemur skoffínið askvaðandi og stingur upp í mig rúsínu, sem hún hafði greinilega smakkað aðeins á sjálf áður. (Ég er nú ekkert að snobbast eitthvað við það að borða ekki hluti þó hún hafi sett þá upp í sig).
Þegar ég er að rísa upp úr sófanum sé ég að það er kúlusúkk, eða eitthvað álíka í sófanum, og segi stundarhátt ...andsk** djö... hún er búin að klína kúlusúkki í sófan ...ohh!
Ég tek kúlusúkkið ...og tek strax eftir að það er eitthvað bogið við það!

...vissulega var það brúnt, og líktist kúlusúkki ...en ég fann nú fljótt eftir að hafa gripið þetta milli þumalfingurs og vísifingurs að þetta átti rætur sínar að rekja til bleyuskipta sem fram höfðu farið í umræddum sófa skömmu áður, lítið lambasparð sem hafði sloppið við ruslafötuna.

Ég get bara sagt ykkur að ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa verið að drekka bjór kvöldið áður og hafði ekki alveg lyst á að stinga kúlusúkkinu upp í mig, eins hvatvís og ég get nú verið!

þriðjudagur, apríl 03, 2007

...ohh, stundum verð ég þreytt á sjálfri mér! Bara hvernig ég get verið. Óákveðin, reyni að gera öllum til geðs, of næs í tilfellum þar sem ég ætti að vera ákveðin ...læt valta yfir mig! Á morgun þarf ég að vera svolítið ákveðn, sendið mér endilega góða strauma!