...hmmm

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Urður greyið náði einum degi í aðlögun hjá dagmömmunni áður en hún var orðin veik ...ble hvað þetta byrjar vel hjá okkur :´(

Þýðir víst lítið að grenja yfir því. Sem betur fer er mottóið mitt: "þetta reddast" víhaaa :D

Skólinn byrjar svo eftir helgi, og ég er bara farin að hlakka alveg asskoti mikið til. Alltaf gaman að byrja í nýjum kúrsum og kaupa nýjar bækur! Þegar maður er búin að vera að hanga svona heima er bara fínt að komast aðeins aftur í smá fjör. Það verður örugglega nóg að gera í vetur, þar sem ég verð í rétt rúmlega fullu námi og bara með pössun til klukkan 2 og þarf svo að hjálpa tveim börnum að læra heima, svo þetta dót, þið vitið ...þrífa, kaupa inn, elda (sem ég geri STUNDUM), eiga sér smávegis líf svona inn á milli... Allir saman nú: "ÞETTA REEEEEDDAST". Ég lofa því gestum og gangandi ekki að það verði alltaf hreint og fínt hjá mér, eins og venjulega ...ehh :P, en það verður örugglega alltaf kaffi á könnunni auk þess sem hægt verður að fá fría sálgreiningu og kex (...kannski bara mjólkurkex eða tekex, ef þið eruð heppin, ritzkex).

Visa reikningurinn minn er yfir 250.000 um þessi mánaðamót...

...já, ég held að mottóið mitt sé það besta í heimi!!! :D

laugardagur, ágúst 26, 2006

Þegar ég kem heim til mín (ef ég hef skroppið eitthvað ein) þá sé ég annaðhvort þetta:

Eða þetta:


Þetta er rosalega gott hlið sem við erum með sko...

föstudagur, ágúst 25, 2006







Allt í gangi núna! Krakkarnir eru bæði byrjuð í skólanum og gengur bara alveg rosalega vel. Óðni finnst svo gaman í skólanum og dægradvölinni að hann vill helst ekkert koma heim. Svo er hann svo óheppinn að hann á mömmu sem er ekkert að vinna, þannig að hann er bara í dægradvölinni til kl. 3, en flestir bekkjarfélagar hans eru lengur. Það var því ósköp dapurlegt að sjá litla gaurinn koma labbandi heim með töskuna sína og tárin í augunum yfir því að missa af kaffitímanum í dægradvölinni.

Urður byrjaði að labba á þriðjudaginn!! ...jeii Við vorum í heimsókn hjá kunningjakonu minni, og hún spyr mig hvort Urður sé farin að ganga. Ég bara hristi hausinn og sagði að hún væri bara pínu gunga, væri búin að labba meðfram alveg heillengi en virtist ekkert ætla að fara að labba ein og óstudd. ...svo nokkrum mínútum síðar, kemur Urður bara labbandi, eins og hún hafi alveg kunnað þetta allan tímann! ...þetta leit svona út eins og ég vissi ekki að barnið mitt væri farið að labba. Vanræksla á hæsta stigi :D

Það gerist annars fátt spennandi hjá mér prívat og persónulega þessa dagana. Er bara eins og hver önnur húsmóðir að druslast eitthvað heima hjá mér. Ég var nú samt næstumþví búin að taka á móti barni á miðvikudaginn. Lísa vinkona mín var að eignast lítinn strák og það munaði nú ekki miklu að hann hefði fæðst í forstofunni heima hjá sér. Pínulítill snúlli, bara 11 merkur, af því að hann þurfti svo mikið að flýta sér að koma í heiminn of snemma.

Ég er rosa spennt að sjá hvað verður um fötin sem ég fór með til hennar Silju saumasnillings. Það er alveg rosalega gott að eiga hana Silju, þegar mann langar í ný föt en hefur ekki alveg efni á að kaupa þau. Hlakka rosalega mikið til að sjá endurfæðingu gamla Zeppelin bolsins míns ...Go Silja go... :D

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Já, Ari! Þú baðst mig um að minna þig á að panta tíma í klippingu í dag. Þetta er svona góðlátleg áminning svo að svona slys gerist nú ekki aftur :D

mánudagur, ágúst 21, 2006

Mamma og Björk kíktu hingað í dag. Ég fór með þeim að versla framhaldsskóla "nauðsynjar" fyrir hana Björk litlu. Mamma dró okkur áfram með sínum ákafa kaupmóð og við óðum búð úr búð að finna góða haustskó og ýmislegt fleira á Björkina. ...ég gekk tuðandi á eftir, þar sem ég mundi nú ekki eftir að slíkur viðbúnaður hefði verið viðhafður þegar ég hóf mína framhaldsskólagöngu. ...ég gat nú samt platað mömmu til að kaupa handa mér snúru í tölvubúðinni, múhahaha :D

Það er samt í alvörunni svolítið spes (en mjög gaman samt) að fara að versla með mömmu, þetta hljómaði svona í mín eyru eins og Björk þyrfti spes skó fyrir hverja byggingu sem hún þyrfti að labba í þegar hún er komin í skólann. hí hí :D

...mamma, ekki láta mig stroka þetta út! Það má nú skrifa smá um þig!!!

Fór svo út að hlaupa um kvöldmatarleitið ....veiiiii!

laugardagur, ágúst 19, 2006

Ég er svona óþolandi Bónus kerling, sem stoppa allar biðraðir í bónus. Ég var semsagt í bónus með öll börnin mín þrjú. Eitt í kerrunni og hin tvö hangandi utaná. Ég á samt svo vel upp alin börn að það er ekkert mál að fara með þau með sér ;) Mér finnst líka alltaf svo gaman að sjá hvernig þau horfa hneyksluð á krakkana sem eru að öskra og grenja ...múhaha!! Þau mega nú eiga það blessaðir "englarnir" að þau geyma þetta yfirleitt þar til við erum komin heim :D

Eeeeen jæja, þegar maður kemur á kassana í Bónus, og er að kaupa fyriri 10.000 kall (sem er mikið í Bónus, þó svo að þeir sem versla í kaupfélaginu á Hólmavík eigi erfitt með að skilja það), þá finnur maður óneitanlega fyrir því að maður er svolítið að þvælast fyrir öðru fólki þarna. Sem sagt, kerran sem ég er með yngsta grísinn í, og er að hlaða pokunum mínum í, stíflar ganginn, þannig að enginn kemst framhjá manni! Þá fer maður að stressast upp og klúðrar algjörlega röðuninni í pokanna (af því að ég er einmitt svo mikið að pæla í því). ...ég allavegana byrja að svitna og verða óörugg! Eins gott að ekkert fari úrskeiðis, t.d að maður missi nú taco sósuna sem á að vera í kvöldmatinn í gólfið, það er nú alveg efni í gott kvíðakast. Fólk horfandi á mann með svona pirr í augnaráðinu (að sjálfsögðu hvarflar ekki að neinum að hjálpa manni bara).

Allavegana ef þið sjáið mig í bónus, þá er ekki góð hugmynd að vera á eftir mér í röðinni á kassanum. ...ég gleymdi kannski að minnast á það að litlu englarnir hennar mömmu sinnar héngu á hvolfi á svona slá sem er framan við afgreiðslukassann. HVAÐ!!! ...enginn er fullkominn!!

Ég var samt dugleg í dag, fór út að skokka ...jeiiiii :)

föstudagur, ágúst 18, 2006


Óðinn er alveg maður dagsins í dag. Hann er að fara að byrja í skóla eftir helgina og fór að versla sér skólatösku, hann valdi að sjálfsögðu tösku sem sönnum rokkara sæmir (með keðjum og hauskúpum og svona) og hún var svo dýr að hann þarf að nota hana þar til hann er búinn með 10. bekk ;)

Svo var líka verið að breyta í herberginu hans, maður þarf nú að hafa svolítið "fullorðinslegra" herbergi þegar maður er að fara að byrja í skóla. Það var bara allt málað hvítt, og skellt upp rauðum spiderman gardínum, hillan máluð rauð, keypt nýtt borð í ikea og smávegis fylgihlutir. Það á að vísu eftir að ganga frá gardínunum og hengja upp myndir og svona. En hér gefur að líta alla dýrðina!!! ...ekkert smá flott töffara herbergi, sá stutti líka ekkert smá stoltur. Það gekk svolítið erfiðlega að sofna í gær út af spenningi :D



Allt dótið er undir rúminu, meira pláss til að leika ;) Silja!!! hvenær ætlar þú svo að koma að mála kóngulóarvefinn, Óðinn er alltaf að rukka um það :D

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Nú kem ég heim á morgun! Þá byrjar allt vesið, það þarf að fara að kaupa skóladót fyrir krakkana, maður þarf aftur að fara að hugsa um heimilið, Urður er að fara að byrja hjá dagmömmu og svo fer skólinn hjá mér að byrja líka. Það verður gaman að sjá hvort að mér tekst að halda áfram að vera svona dugleg að hreyfa mig eins og ég er búin að vera hérna á Hólmavík ...he hemm :/. Það er samt ekki mikið af skemmtilegum gönguleiðum í Kópavogi, ekki svo ég viti allavegana (kannski ekkert búin að athuga það neitt mikið sko...).

Verst að Silja svikahrappur ætlar að búa á Sauðárkróki fyrir áramót, annars hefði verið hægt að plata hana með sér út í skokk, held allavegana að hún sé voða dugleg við það :)

...ég vildi að ég hefði tekið myndavélina mína með mér. Ég hefði alveg hiklaust skellt inn nokkrum heilsusamlegum hetjumyndum af sjálfri mér.

Systkynin síkátu eru hress, Ynja er búin að tína ber og gera berjasaft og tína fjallagrös og láta ömmu sína gera fjallagrasamjólk. Óðinn er mjög öfgafullur í öllu, hann borðar mest, sefur mest og fastast, hjólar hraðast (...í alvörunni, ég hélt að gamla, litla, bleika hjólið sem hann er á myndi liðast í sundur!), hleypur hraðast og stekkur hæðst. Það er bara endalaus orka í krakkanum. Urður er hress og kát, borðar eins og hestur (...loksins) og svefnrútínan er orðin bara alveg til fyrirmyndar. Hún er annars bara mest í því að fikta og tókst að fóðra mömmu sína á sjampói í morgunn ...það bragðast ekki vel klukkan 7 á morgnanna!

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Mikið er ég stolt af mér!!! Ég fór borgirnar ein í gær og hljóp alveg slatta af leiðinni, jeminn hvað mér leið eins og hetju. Svo förum við nú bráðum að koma heim, örugglega á þriðjudaginn býst ég við. (upplýsingar svona fyrir þá sem sakna mín ...sem er greinilega ENGINN, þar sem enginn hefur hringt í mig allan tímann sem ég hef verið hérna, nema Ari hringdi einusinni til þess að monta sig eitthvað ...fuss og svei og skamm skamm til vina minna!!!). En jæja, nýjasta orðið hennar Urðar hérna á Hólmavík kemur ekki á óvart, en það er orðið "gumpda" ...sem þýðir prumpa. Ekki amalegt að vera búin að læra það, aðeins ný orðin eins árs, hún sver sig sko í Bæjarættina þessi dama ...ehh :D

laugardagur, ágúst 12, 2006

Ætli ég verði ekki að útskýra þetta borgarmaraþon, sem þær systur mínar eru búnar að vera að tala um á commentunum hérna. Það er þannig að ég er byrjuð í smá heilsuátaki, þar sem ég er búin að éta yfir mig af kexi og kleinum! Mamma mín er svo dugleg að hún fer í göngu á hverjum einasta degi og nú er ég farin að fara með henni. Mamma er síðan búin að vera að athuga þolið hjá okkur systrunum, og það gleður mig að segja frá því að ég var í betra formi en mamma hafði búist við, og tafði hana ekkert á leiðinni upp göngustíginn í borgunum hérna, jíííha :D Mamma tók sko tímann á því hvað við vorum lengi. Mamma var svo að segja Heiðdísi í gær að nú ætti hún bara eftir að prófa hana, Heidí er svo mikil keppnismanneskja að hún ætlar sko ekki að tapa!!! ...svo til að upplýsa hvað ég er nú orðin mikil sveitamanneskja, þá er ég að fara að labba með Björk systir út á grundir á eftir að hjálpa henni við að taka niður eitthvað gerði, hún lofaði því samt að ég þyrfti ekki að koma nálægt neinum hestum.
Ég fór út að borða í gær með ma og pa, krökkunum og Björk og Pétri (sem er bæ ðe vei kæróið hennar Bjarkar sys). Ég var svo hrikalega svöng að ég kláraði meira að segja allt af diskinum mínum, dugleg Ester!!! ...og svo voru innbyrgðar nokkrar áfengiseiningar ...kannski svona 5 held ég.
Kveðja úr simple life: Ester

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Allt í fína héðan frá Hólmavík. Skelltum okkur bara í sund í dag í fínu sundlaugina hérna, fengum svo lummur hjá múttu eftir sundið. Ynja greyið fékk svo rosalega mikinn eyrnaverk eftir sundið að við þurftum að bruna með hana til læknis, þar sem hún var greind með bráðaeyrnabólgu. Ekki meira sund fyrir hana í bili ...bara pensilín og verkjatöflur. Svo er náttúrulega rockstar kvöld í kvöld! Þar sem allir verða sofnaðir hérna ætla ég að laumast yfir til Elsu og Heiðu og horfa með þeim. Svo þurfti ég nú að skella mér í kaupfélagið hérna til að kaupa sokka á Óðinn. Ég gat valið um tvær tegundir: bláa og græna hermannasokka á 289 krónur eða græna hermannasokka á 589 krónur. Fruss!!! Það þurfa allir að nota sokka! Af hverju er ekki hægt að hafa nokkrar tegundir af sokkum? Ég sé í anda að það tínast allir sokkarnir hérna í íþróttatímunum af því að allir krakkarnir eru í eins sokkum ...þetta gengur ekki sko!!!

mánudagur, ágúst 07, 2006

Ég er stödd á Hólmavík hjá mömmu og pabba. Alltaf voða ljúft að vera þar, ég nefni nú bara sem dæmi að ég fór fram og settist við eldhúsborðið í morgun og síðan fyrir einhverja töfra var allt í einu komið ristað brauð og heitt kaffi fyrir framan nefið á mér. Það besta við Hólmavík finnst mér vera: maturinn hennar mömmu, bakkelsið hennar mömmu, kleinurnar hennar ömmu Heiðu og bollurnar hennar ömmu Heiðu ...hmm, búin að skrifa 4 hluti og allt tengist því að borða. Ég hef líka aldrei grennst við það að fara til Hólmavíkur! Enda eru hér haldnar frægar matarveislur, frægastar eru þó ógeðismats veislurnar sem haldnar eru í fjölskyldunni hennar ömmu Heiðu. En meðal þess sem er á boðstólnum þar er grilluð grásleppa, grilluð (óútvötnuð) kæst skata, hákarl og ýmislegt fleira góðgæti ,...nammi namm :D

föstudagur, ágúst 04, 2006


Nú er það uppeldið! Ég er að basla við að ala upp yngsta grísinn, sem er farin að taka upp á því að neita að láta passa sig og grenjar eins og ljón á nóttunni ef hún ekki fær það sem hún vill. Ég ákvað semsagt að taka á honum stóra mínum og koma í veg fyrir frekara brölt og vesen á nóttunni. Í nótt var semsagt fyrsta nóttin sem greyið upplifiði einhverja uppreisn hjá foreldrum sínum. Ég tók hana ekkert úr rúminu alla nóttina og lagði hana bara niður og gaf henni snudduna á 5 mínútna fresti. Þetta gekk nú betur en ég bjóst við fyrsta lota tók 45 mínútur, sú næsta 15 mínútur og sú þriðja bara engan tíma. Þurfti þá bara að leggja hana 1 sinni niður! Svo er bara að sjá hvernig þetta gengur í nótt, vonandi áttar hún sig á því að það er best að sofa bara alla nóttina :)

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Mér hefur aldrei þótt Magni í "Á móti sól" vera góður söngvari. Magni í Rockstar Supernova er hinsvegar annað mál. Ég er farin að standa mig að því að þykja hann bara nokkuð góður, held geðveikt með honum, finn til með honum þegar hann saknar fjölskyldunnar, og tárast þegar hann syngur vel. Já, ég verð bara að viðurkenna að mér finnst hann bara standa sig asskoti vel strákurinn! Kann að svara fyrir sig líka, sem er ekki verra. Ég fer samt ekkert ofan af því að áðurnefnd hljómsveit er ömurleg ...enda held ég að Magni ætti nú ekkert að vera að fara í það dæmi aftur sko... Allavegana væri geðveikt hallærislegt að vera orðinn heimsfrægur og vera svo bara söngvarinn í Á móti sól :P

...annars vona ég bara að helv. tíkin hún Jill fari að detta út!

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

...jæja, mér tókst víst að klúðra fyrstu færslunni eins og sannri kerlingu sæmir. Eyddi öllu út óvart! Eins gott að ég náði því ekki að fá að kalla mig tölvunarfræðing!
Við vorum semsagt að koma frá spáni, öll útbitin og brennd. Ég fékk 15 moskítóbit, skar mig í fingurinn og fékk líka háan hita. Bitin mín voru þó ekki eins slæm og bitin hjá Ara og Helgu. Þetta var nú samt voða gaman ...sérstaklega fyrir litlu dýrin okkar :)

Hérna er mynd af Ara, Ynju og Óðni ásamt hinum gáfulega vini sínum, úlfaldanum.
...og svo er hérna ein mynd af mér og Urði litlu dúllu, en hún varð 1. árs núna á mánudaginn 31. júlí.
Mig langar samt líka ógeðslega mikið að setja eina vægast sagt glæsilega mynd sem ég tók af Ara, ég þori því bara ekki alveg ...veit ekki alveg hvort að hann myndi fíla það að hafa svona mynd af sér á netinu. Tek það samt fram að hann er ekki nakinn á myndinni!

...en jæja, komið ágætt í bili :P
Kveðja: Ester