...hmmm

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Nú er ég komin yfir það að vera orðin 29 ára, og ætla að því tilefni að sýna ykkur 5 ára gamla mynd af mér ...á þessari mynd er ég semsagt 24 ára, tekið 2002. Ótrúlega ligeglad eitthvað! Enda örugglega búin að drekka svona 2 bjóra á myndinni, augnaráðið eins og á Ástþóri Magnússyni.


Þar sem ég er ekki búin að taka neinar myndir af mér síðan ég varð 29, læt ég fylgja með mynd síðan ég var 28 ára ...enda leiddi hrukkutalning í ljós að það hefur ekki bæst mikið við síðan ég var 28. En ég ætla samt að koma þau ráð sem nýtast mér best í baráttunni við hrukkurnar. Nr. 1 er hárið ...það sjást engar hrukkur með svona hár. Nr. 2 eru sólgleraugun ...alltaf að hafa sólgleraugu. Nr. 3 er að vera fölur ...það er töff. Nr. 4 er að eyða frekar í föt en hrukkukrem ...best að nota bara eitthvað drasl eins og vaselín eða eitthvað. Nr. 5 er að vera ekki með vesen og leiðindi og ekki reykja ...það er vesen og leiðindi. Nr. 6 er að vera töff ...ég er t.d. mjög töff!

föstudagur, janúar 26, 2007

Ég er mjög oft að læra inni í bókhlöðunni, sem er bókasafn Háskólans. Þar inni er alltaf mjög hljótt og öll minnstu hljóð geta valdið miklum usla og illum augnaráðum. Ekki besti staðurinn til að losa sig við óæskilegt ristilgas á. Það var nú samt einmitt það gerðist í gær þegar einhver missti óvart frá sér kröftugt prump! Hið ótrúlega var að enginn leit upp, heldur létu allir eins og ekkert hefði í skorist og héldu áfram með lesturinn í þrúgandi þögninni sem fylgdi í kjölfarið.
Aftur mætti ég á hlöðuna í morgun, og þá gerðist svolítið ótrúlegt. Þessi prump-atburður í gær, virðist hafa komið af stað einhverri prump-bylgju innan hinnar háttsettu stofnunnar sem bókasafn háskólans er! Ég heyrði hvorki meira né minna en tvö prump í morgun! Annaðhvort er þetta alltaf sama manneskjan (sem er einhver sem ekki ber virðingu fyrir óskrifuðum reglum), eða þá að manneskjan sem prumpaði fyrst hefur sett eitthvað fordæmi fyrir hina. "já, það prumpaði nú einhver hérna í gær! ...hlýtur nú að vera allt í lagi að ég sleppi þá út smávegis!")
Fólk sýnir enga virðingu nú til dags! engaaaa virðingu!

En nú að allt öðru: ég á afmæli á morgun og af því tilefni ætla ég að skella í nokkrar tertur. Ég tek það fram að það er hægt að hafa kveikt á sjónvarpinu (ef það eru einhverjir handboltafíklar á svæðinu)! ...ég verð 29 ára og það þarf ekki að koma með aðgangseyri, en vinir og vandamenn væru vel þegnir ;)

miðvikudagur, janúar 24, 2007

...stundum bara fallast manni hendur!
Þegar ég kom heim í dag, tók á móti mér stöðuvatn inni í húsinu mínu. Vinkona hennar Ynju hafði skrúfað frá krana og gleymt að skrúfa fyrir aftur. Nú hlýtur okkur bara að verða sagt upp tryggingunum hjá VÍS, hver vill svona vesenisfólk? Fyrir þá sem ekki muna, þá flæddi líka sjóðandi heitt vatn í miklu magni inn í bílskúrinn okkar í sumar.
...og þó það sé bjánalegt, þá finnst mér það alltaf meira spælandi að þetta voru í hvorugt skiptið mín börn ...einhvernveginn held ég að maður sé sáttari ef þetta eru manns eigin afkvæmi, þá getur maður allavegana pínu sjálfumsér um kennt.
Ég er með harðsperrur í höndunum eftir að vinda handklæði, og illt í höfðinu af öllu jafnaðargeðinu sem ég skvera fram þegar eitthvað svona gerist. Sagði náttúrulega stelpugreyinu að þetta væri bara slys og svona gæti gerst (milli samanbitinna tanna)! ...svo fer ég bara í kvöld og rústa einhverju á afskekktum stað með beisball kylfu ;) ...eða ef einhver vill láta berja sig, þá bara hafa samband (nema ef Gummi Byrgis er að skoða þetta, þá er ég ekki að meina svoleiðis sko...)

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Það er orðið alltof alltof aaaalltoflangt síðan ég hef skrifað hérna. Skamm skamm Ester, ekki nógu dugleg!
Mér finnst vera mikið að gera, tíminn flýgur og svo á ég afmæli á laugardaginn og veit ekki alveg hvort að ég á að vera í fýlu yfir því eða ekki. Síðasta árið sem ég verð tuttuguogeitthvað, þ.e. ég verð 29 ára. Held samt að ég verði tuttuguogtíu næst, vill allsekki segja þetta hitt sem byrjar á "þ". Er ekki einhver með góða hugmynd hvað maður á að gera á afmælinu til að létta sér lífið? Um að gera að skrifa bara nafnlaust ef maður er feimin ;)

Annars ákvað ég nú að tékka pínu á "Ester" á google, þar sem ég á nú afmæli bráðum. Það kom upp eitthvað efnasamband, sem tengist sjálfsagt Ester- c vítamíni. Svo kom upp einhver brjóstaber kona (ekki ég samt), og svo kom upp Ester the brownie, sem ég verð að sýna ykkur mynd af. Þetta er svona húsálfur, eins og ég.
Ég komst líka að því að það er til hótel í Krakow sem heitir Ester. Ég þarf endilega að skella mér þangað. Svo verð ég endilega að fara að plana næstu ferð til Alaska, í bæ sem heitir Ester og hefur 1680 íbúa. Svo er líka til stóll sem heitir Ester, og spænsk barnabók. Þetta er allt alveg mikið athyglisvert! Ég hef lært margt nýtt í dag!

föstudagur, janúar 19, 2007

Bendi öllum, hvort sem þeir hafa séð hið fræga Guðmundarmyndband eður ei, að lesa þessa lýsingu ...þetta er ógeðslega fyndið :) http://www.mengella.blogspot.com/ Teprur og viðkvæmir að passa sig á þessu samt!

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Jeminn hvað ég er ekki að standa mig í þessu bloggi núna! Skólinn er bara byrjaður og maður er að reyna að byrja með trompi og halda svolítið góðu dampi. Ég er líka búin að komast að því að ég þarf að skrifa 5 ritgerðir og gera eina rannsókn í vetur, þannig að það er nú eins gott að standa sig og halda plani! ...og já, upplýsingar fyrir Önnu Kristjönu sem þolir ekki hálfkveðnar vísur þá fékk ég 8 í klínískri sálfræði, 5 í sögu sálfræðinnar, 6 í tölfræði og 8,5 í skýringum á hegðun. Þar hafið þið það. Það er svooo ljótt að fá 5 og 6 ...samt bara fegin að vera búin með þetta!

föstudagur, janúar 12, 2007

Ég er að reyna að læra á þessa blessuðu videovél sem við eigum, ég ætla að reyna að fara að koma þessu yfir á tölvuna svo ég geti kannski sett einhver stutt myndskeið inn á síðuna. Tilgangslaust að vera að taka eitthvað upp ef það liggur svo bara á spólunum inni í skáp!
Í dag er síðasti virki frídagurinn minn, því skólinn byrjar af fullum krafti á mánudaginn. Mig er bara farið að langa að byrja í skólanum, það er alltaf svo gaman þegar maður er að byrja í nýjum kúrsum. Ég verð núna í Þroskasálfræði, persónuleikasálfræði, lífeðlislegri sálfræði og öldrunarsálfræði. Þetta eru 17 einingar (fullt nám er 15) ...hehehemm ...ég á nú eftir að sjá hvernig það gengur :/ ...og já, ég náði öllum prófunum. Tvö voru frekar lásí hjá mér, en ég var rosa ánægð með það síðasta, það bætti alveg upp fyrir hin tvö ;)

Smá saga af Skoffíninu:
...Urður er ekki bara sjúk í nammi og finnur lykt af því í hundraðmetra fjarlægð, heldur er hún líka sérfræðingur í notkun þess. Við Óðinn vorum með tyggjó í gær og ég leyfði Óðni að gefa Urði hálft tyggjó, þar sem hún var alltaf tuðandi "giggó, giggó". Ég bjóst nú við því að það yrði komið góða leið niður meltingarveginn stuttu síðar. En viti menn! Barnið veit bara alveg hvernig á að tyggja tyggjó og tuggði það eins og fagmaður í a.m.k. klukkutíma! ...eftir það veit ég ekki hvað varð af tyggjóinu.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

jæja, nú verð ég að taka áramótablogg ...þó seint sé í rassinn gripið. Mætt í árabótaboðið okkar voru:

Dorrit:Ólafur:

og Ágústa Jhonson:
og Svo vorum við fjölskyldan hér líka ...að sjálfsögðu. Við borðuðum dásamlega humarsúpu og kalkún, vínið draup og bjórinn freyddi.

...svo er það áramótaskaupið...

sem ég hef í flestum tilfellum heyrt fólk úthúða! Ég er kannski lúði með aulahúmor, en mér fannst alveg ansi margt fyndið og við veltumst öll um úr hlátri hérna í stofunni hjá mér. Mér fannst t.d. ógeðslega fyndinn krakkinn sem var búinn að taka magnificent koffíntöflur ...og "sexiest buissnessman in the world" keppnin ...og textahöfundurinn (hjá Sigurrós) ...og reyndar hló ég ógeðslega mikið af "Ólífur Ragnar Grímsson" atriðinu ...og svo fannst mér hrikalega sniðugt atriðið í endann með orkuveitu auglýsingunni (Þorsteinn og dvergurinn), og ég ætla að enda þetta blogg með tilvitnun í textann í laginu. "...Svona viljum við vera, feit og heimsk og drukkin"

svo verð ég nú að láta fylgja nokkrar jólamyndir:

föstudagur, janúar 05, 2007

Ég veit ég er búin að vera alveg hræðilega löt að blogga, sorrý! Núna er lífið svona aftur að skríða í eðlilegt horf, fyrsti skóladagurinn í dag hjá Ynju og Óðini. Þau eru búin að vera í ströngum æfingabúðum þessa vikuna, að æfa sig í að vakna á morgnanna. Ég vakti þau upp úr 10 á þriðjudaginn, 9 á miðvikudag og svo 8 í gær ...rosalegt plan á ferðinni þarna! Ég hef samt aldrei vitað um neinn sem sefur í þvílíku dauðaroti eins og Óðinn. Hann vaknar ekki þó maður sé byrjaður að hrista rúmið hans til og búinn að hækka útvarpið í botn.
Það er eiginlega bara eitt sem virkar til að vekja hann, það er ef eitthvað spennandi eða nýtt er í gangi t.d. var ég að kaupa ný föt á hann og gat því sagt "Óðinn, ætlar þú að koma í nýju fötin þín?" -þá tekur minn alveg kipp og rís upp, þó hann sé ennþá sofandi, og segir í svona hálfgerðu óðagoti með rámri röddu: "já, komdu með peysuna mína og svörtu buxurnar".
Þannig var t.d. líka hægt að nota -"ertu búinn að gá í skóinn?" "bekkurinn þinn fer í leikhús í dag" "ætlar þú með nýju litina í skólann" "það er leikfimi í dag" "það er slátur í matinn í kvöld" ...og eitthvað annað álíka sem ég læt mér detta í hug og læt það hljóma eins og það sé mjöööög spennandi, málið er að hitta á rétta punch-lænið þann daginn :D
Ynja er hinsvegar orðin mjög snögg að vakna á morgnanna, hún þarf bara smá knús og þá er hún vöknuð.
Skoffínið sprettur upp eins og gormur með bros á vör og þreytt augu og kallar hátt: babbi, mamma, nana, óvi. Hún er alltaf með alveg hrikalegan prakkarasvip á sér þegar hún vaknar, hress á kantinum!

...við Ari sofum bara lengur við hvert tækifæri sem gefst, við eigum bæði alveg óskaplega erfitt með það að standast freistinguna að sofa lengur ...helvítis snúsið alltafhreint!

jæja, þá vitið þið það ...hreint aldeilis nýtilegur fróðleikur hér á ferð!