...hmmm

mánudagur, október 30, 2006

Jesssss! búin með heimaprófið. Búin að vera puðandi við þetta alla helgina ...með góðum hléum þó! Þessi próf eru samt alveg óþolandi, manni finnst eins og hafi gengið rosa vel og heldur að maður sé að fá 7 eða 8, en svo fær maður örugglega skitna 4 eða 5. ...ég held bara hreinlega að ég kunni ekki að taka svona heimapróf :P (...sem hlýtur að vera ástæðan afþví þið vitið öll að ég er alveg sérlega gáfuð manneskja ;)

...maður verður bara að vona það besta! jæks!

miðvikudagur, október 25, 2006


Hólmavík eða ekki Hólmavík ...það er spurningin. Ég er að berjast við það núna hvort að ég eigi að skella mér um helgina eða ekki. Ég er reyndar að fara í heimapróf um helgina, en mamma er búin að lofa að ég fái tíma til að klára það. Systur mínar verða á Hólmavík um helgina, sem er gaman. ...svo er það hálkan, ég er ekki að nenna að setja vetrardekkin undir strax, þar sem það er ekki vetur í Reykjavík (eða allavegana ekki í Kópavogi). ...mamma reyndar heldur því fram að færðin sé að skána. Svo er einhver hittingur hjá bekknum hans Óðins á sunnudaginn og líka fótboltaæfing, sem hann myndi þá missa af.

...ohh, ég má ekki vera að hanga svona á netinu. Urður er búin að tæta alla blautklútana uppúr pakkanum! ...ekki í fyrsta sinn :/

föstudagur, október 20, 2006

Þá er það ferðin ...vú´hú ...þvílíkt stuð! Verst að megnið af myndunum eru ekki birtingarhæfar svona á netinu. Þessvegna byrja ég bara á því að setja inn dönnuðustu myndina ...þar sem við erum í sjoppinu. Við vorum náttúrulega í alveg svakalegu stuði og djammað stíft öll kvöldin. Fórum tvisvar alveg rosalega flott út að borða (...alltaf í stuði samt) ...ég held að sumum hafi ekkert verið farið að lítast á okkur, margir alveg gapandi hissa yfir því að við ætluðum að drekka öll kvöldin ...hehe :P ...eeeeen nokkrar djammmyndir svona í lokin.
...gellan með gelludrykk.

Hildur , Helga, Anna og Ester ...svaka stuðpíur!
Ester og Gunna að fjármagna ferðina ...haha :) ...neeee, reyndar gert svolítið mikið af því að tala á milli herbergja, þó svo að við höfum nú alveg heyrt í hver annarri í gegnum vegginn (og séð hvor aðra á klóinu, af því að það var bara svona glerveggur ...rosa nýmóðins :PLjóskurnar í hópnum, Sunna og Ester

fimmtudagur, október 12, 2006

Jæja! Þá er komið að því. Á morgunn legg ég af stað í hina miklu verslunar og bjórdrykkjuferð til þýskalands. ...þannig að ég á ekkert eftir að skrifa fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn og get þá vonandi sýnt ykkur einhverjar myndir frá ferðinni ef þær verða birtingarhæfar.
Auf Widershen ...eða hvernig sem það er nú skrifað :P ...þeir sem telja sig þýskusnillinga meiga leiðrétta mig ef þeir vilja.

þriðjudagur, október 10, 2006

Ekkert mál Björk mín! ...auðvitað set ég inn mynd af þér. ...reyndar síðan þú varst 12 ára, eh hva! Þetta ert nú samt þú :D ... ... ... ... ... ... ... ... ... hahaha ..oj, oj, oj ...ég er svo leiðinleg að ég á ekki einusinni skilið að eiga systur, en ég bara varð!




jæja, er ekki kominn tími til að skella inn myndum bara! Hér erum við skötuhjúin þegar við sluppum út að borða með Halldóri frænda og Evu. Við fórum á Madonnu, og fengum bara alveg fínindis mat :D








Svo er það Óðinn dúlla, með lubbann sinn! Þarna er hann ennþá svolítið slappur eftir aðgerðina, grey kallinn!




Urður dúlla í nýju úlpunni frá ömmu, niðri á Kópavogstjörn að gefa öndunum brauð. Það var ekkert smá stuð, hún skellihló í hvert sinn sem ég henti brauði út í vatnið, það er svo dásamlegt að vera með einfaldan húmor :D

sunnudagur, október 08, 2006

... jæja, voðalega rétt slapp þetta hjá mér ...fékk 6.1 í klínísku ...sem mér finnst ágætt miðað við lærdómsleysi (samt ekki mjög gott miðað við meðaltal úr prófinu). ...fékk svo 9 í tölfræðinni, eins og ég sagðist ætla að gera :D ...ég á nú eftir að fá tækifæri til að bæta mig í klínísku sálfræðinni, við tökum 3 hlutapróf, og tvö þeirra gilda sem 30% af einkunn ...þannig að þá er bara að fá hærra í hinum tveim prófunum.

...svo er próf á morgunn ...að vísu ekki mjög mikilvægt, en samt ágætt að sjá hvað maður getur.

laugardagur, október 07, 2006

Jæja, á eru veikindin afstaðin. En þau fóru þannig að í fyrrinótt vorum við öll alveg fárveik ...ég þó minnst, þannig að ég var í þjónustuhlutverkinu. ...þetta var eins og að vinna á stóru sjúkrahúsi eða vígvelli ...segi ekki meira.

Nú! ...eins og við var að búast vegna lærdómsleysis gekk mér ekki vel í prófinu :´( ...ég verð alveg extremely happý ef ég fæ 6 ...býst samt meira við svona 5. Það er nú samt ljós punktur á þessu, það eru 3 svona hlutapróf, en aðeins tvö þeirra gilda til einkunnar ...þannig að ég hef ennþá tækifæri til að standa mig vel á hinum tveim :D
Ég giskaði líka alveg villt og galið á það sem ég vissi ekki ...sem er pínu stúpid þar sem það er dregið frá fyrir röng svör. Ég sleppti bara einni spurningu ...og giskaði á 9 (af 25) ...ekk mjög skynsamlegt þetta Ester!

...þá er bara næst að einbeita sér að því að fá 9 í tölfræðiprófinu ...hehe :)

fimmtudagur, október 05, 2006

Ég er orðin sannfærð um það að við erum lögð í einelti af allskyns vírusum og bakteríum. Urður var með ælupest í gær og er slöpp núna, Óðinn var að æla núna rétt áðan ...mér er bumbult... og ég vona að það stafi bara af of mikill kaffidrykkju (smá upprifjun: próf á laugardag, sunnudag, mánudag og miðvikudag ...skila verkefni áður en ég fer til þýskalands á föstudaginn). Þannig að þetta hlýtur bara að ganga vel hjá mér ...ekki satt!

...ojbara, þetta er orðið tómt kvart og kvein hjá mér þetta blogg :D

Jákvætt:
-ælupest tekur yfirleitt bara 1 dag.
-ef manni er illt í maganum er GOTT að æla.
-ef maður fær ælupest fylgir oft smá bónus þ.e. niðurgangur, sem getur verið mjög gott að fá í nokkra daga ef maður vill léttast um 1 - 2 kíló (gerir líka sitt gagn að maður er hálf lystarlaus þegar maður er með ælupest).
-Maður hefur rétt á því að liggja í rúminu og gera ekki neitt, án þess að fá samviskubit, þegar maður er lasinn.
-Einhver hlýtur að færa manni heita súpu (...ekki satt Ari!).
-Ég hef fullkomna afsökun fyrir því að ganga illa í prófunum.

-Ef ég fæ ælupest núna, þá fæ ég hana pottþétt ekki þegar ég er í Þýskalandi ...sem væri náttúrulega alveg ömó!

þriðjudagur, október 03, 2006

...ég er að fara að hitta litlu nördadúllurnar mínar í kvöld og það þýðir bara þrennt: kjaftagangur, útbelgdur magi, og skipuleggja þýskalandsferðina ...jeiiiiiii :D ...nú eru bara 10 dagar í Wiesbaden, það er bara svo mikið að gera núna að ég hef varla haft tíma til að pæla í því ...en það verður þá bara þeim mun skemmtilegra að fara. Næsta vika verður pínu rússíbani: próf á laugardegi, sunnudegi, mánudegi og miðvikudegi ...og ég þarf að skila verkefni á fimmtudaginn til að ég komist út á föstudaginn ...held ég byrji þá bara á fyrsta bjórnum strax um hádegi ...ehh :D