...hmmm

sunnudagur, febrúar 25, 2007

ohh ...ég get stundum verið svo glötuð! Ég skrapp í búðina áðan til að versla eitthvað snögglegt í matinn og ákvað nú að hringja heim og láta Ara kveikja á ofninum til að flýta fyrir. Þó svo að ég kunni símanúmerið heima hjá mér mjög vel, tókst mér einhvernveginn að hringja í vitlaust númer. Það fór svona:
Maður: "Brynjar"
Ester: (sem heldur að hún eigi alveg frábærlega fyndinn kærasta sem sé eitthvað að djóka í sér) "hahaha" (smá þögn) ..."Ariii tíhíhí"
Maður: nei, Brynjar!
Ester: "ó, úbbs ...vitlaust númer"

...þetta var alveg pínu glatað!
Svo Brynjar, ef þú lest þetta, þá biðst ég innilega afsökunar á þessu!

laugardagur, febrúar 24, 2007

Drullustuðlar eru misjafnlega háir hjá fólki. Ég myndi aldrei kalla sjálfa mig snyrtipinna, en finn samt að með árunum lækkar þessi drullustuðull og lætur mér líða frekar illa ef það er langt síðan ég hef geta tekið húsið í gegn. Börnin mín hafa frekar háan slíkan stuðul og ég hef ekki mikið verið að skipta mér af herbergjunum þeirra, reglan hefur verið sú að ef það er hreint á einhverjum tímapunkti á laugardegi, þá fá þau 100 kall fyrir nammi. Helgarnar undanfarið hafa hinvegar verið frekar ódæmigerðar, og þau hafa geta komist yfir þónokkurt sælgæti, án þess að þurfa þennan vesæla 100 kall frá mér. ...herbergin hafa semsagt ekki verið þrifin almennilega síðan á jólum. Setningar eins og "til hvers, það kemur hvort eð er strax drasl aftur", "ég nenni því ekki", "geri það á eftir" ...hefur oft heyrst á þessu heimili.

...en eins og ég sagði, allir hafa sinn þröskuld og hljóta að fá nóg einhverntíman. Einmitt þetta gerðist hjá Ynju í gær. Þegar hún var að fara að sofa sá hún tvær silfurskottur skjótast um á gólfinu hjá sér, og var allskostar ekki ánægð með þessa litlu gesti. Ég benti henni á að við hefðum nokkrum sinnum séð silfurskottur hérna inni og það hafi alltaf verið inni hjá henni, og að það sé mun líklegra að skordýr hreyðri um sig þar sem það er nóg af drasli á gólfinu til að gæða sér á. Ynja var heldur en ekki sjokkeruð og við þrifum herbergið saman, hátt og lágt, skúruðum og spreyjuðum svo smáræði af skordýraeitri í hornin í herberginu. ...allt annað líf.

Svo var það Óðinn, ég vissi að ég yrði nú að hjálpa honum líka fyrst ég var búin að hjálpa Ynju. Við þrifum herbergið, flokkuðum og röðuðum (...mamman kannski dulítið meira en drengurinn), svo herbergið var alveg glansandi fínt á eftir. Þegar ég var svo að klára að skúra kemur kappinn labbandi, stoltur á svip með veskið sitt, réttir mér 100 kall og segir: "þú ert nú svo dugleg að þú ættir að fá einhver verðlaun".

...að sjálfsögðu þáði ég 100 kallinn frá stórlaxinum, og ætla svo sannarlega að kaupa nammi fyrir hann á eftir :D

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Ég verð víst að fara að smella einhverju hérna inn svo Silja greyið geti hætt að hlæja í hvert sinn sem hún opnar bloggið mitt.

...í gær var öskudagur, með öllu sem því fylgir. Óðinn var drakúla greifi, málaður hvítur í framan með svartar klessur í kringum augun og blóð lekandi úr munnvikunum. Hárið var svo greitt fram og endaði í mjóum oddi fram á enninu. Ynja var engill, með slöngulokka í hvítum kjól og með bleika vængi og bleikan fjaðrageislabaug á höfðinu. Bleikar kinnar og gull í hárinu. Hún leit svo sannarlega út eins og engill ...ótrúlega falleg daman!

Viðtökur í verslunum voru misjafnar. Ég skrölti á milli búða með Óðni og einum vini hans. Sumstaðar var mjög hresst og skemmtilegt fólk að vinna ...sem actually nennti að veita krökkunum einhverja smá athygli. Svo var það snyrtivörubúðin þar sem fúlar kerlingar með of mikinn varalit hentu kvenmanns ilmvatnsprufum í drengina og vildu ekki fyrir nokkra muni heyra þá syngja. ...ég veit ekki alveg hvað þær telja að 6 ára guttar ættu að gera við svona ilmvatnsprufur. Ilmvatnsprufan hans Óðins lenti allavegana einhvernveginn uppí honum ...og tjáði hann mér að þetta væri ekki mjög sérstakt á bragðið.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Hér eru ég og silja að prófa nýju tölvuna hennar Silju! Hún er roooosalega sniðug, maður gjörsamlega orgar úr hlátri þegar maður er að prófa þessa myndavél sem er á tölvunni. ...þetta er svona "had to be there" ...maður fattar ekki hvað þetta er fyndið fyrr en maður prófar sjálfur.
...eeeen allavegana , við vorum að fikta eitthvað í þessu og við ætluðum ekki að geta hætt að hlæja þegar við fengum út þessa glæsilegu mynd hér að neðan. Við hlóum svo mikið meðan við vorum að bíða eftir að tölvan tæki myndina að það liggur við að tanngarðurinn sé að fara út úr mér eins og sést á myndinni. Brosið á Silju er öllu hógværara, lítur meira svona út eins og hún sé að reyna að vera geðveikt hress, en sé kvalin af einhverjum hræðilegum sjúkdómi í raun og veru. Við ákváðum að skýra þessa mynd "tvær vinkonur, geðveikt hressar, á leiðinni á djammið".

...hér erum við samt í alvörunni á djamminu ...hí hí :D Silja er svo frábær og ég er svo heppin að eiga svona ææææðislega mágkonu ...luv jú sæta ;)

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Fjúffffff! Búin að skila pósthelvítismótdernisma ritgerðinni minni. Við Silja vorum báðar að klára hana í gærkvöldi og skiluðum svona korter í 12 í gærkvöldi. ...búið og gert! Nú þarf maður bara að bíða og vona að maður fái ekki 3 eða undir því fyrir þessa blessuðu ritgerð. Þetta er nefnilega ekki svona týpísk ritgerð þar sem maður verður pínu fúll ef maður fær 7. Ó nei! Við Silja vorum sammála um það að við yrðum alveg rosalega glaðar ef við fengjum 5, ...og hana nú! Annars er ég nú bara búin að hanga heima í gær og dag, þar sem litla skoffínið er lasið. Litla krílið situr á gólfinu með sængina sína að horfa á söngvaborg og kötturinn liggur á bakinu, útflattur eins og klessa í lazyboy stólnum. Ég skil ekki að kötturinn geti andað þegar hún liggur svona á bakinu (fyrir þá sem ekki vita þá er kötturinn á stærð við veturgamlan grís). Fólk fær alveg sjokk þegar það kemur hingað hinn ....vaaaaa!!! Hvað er þetta???... þegar það sér þetta loðna hrúgald klesst niður í lazy boyinn. ...og án gríns, kötturinn á þennan sófa! það situr enginn annar þarna. Sófinn er líka allur í hárum, þar sem kötturinn losar sig við c.a. eitt kíló af hárum á dag. Ég ryksugaði reyndar bæði sófann og köttinn á fullum styrk í gær. Kötturinn leit út eins og hann hefði lent inni í þvottavél og þurrkara eftir þetta! Gott að eiga kött sem kippir sér ekki upp við það að vera ryksugaður.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Hvernig er hægt að detta á tvö borðhorn í einu, þó það sé ágætis bil á milli þeirra?

Hvernig er hægt að detta þó maður standi kyrr, mörgum sinnum á dag?

Hvernig er hægt að lenda í tveim varaslysum sama daginn, fyrst ná sér í smá bólgu á efri vör ...og svo á þá neðri?

...ég get því miður ekki svarað þessum spurningum sjálf, og hvað þá að vesalings Óðinn, sem er sá sem lendir í öllum þessum slysum. Hann er núna með 5 andlitsáverka. Á kinnbeininu og enninu eftir að hafa dottið á tvö borðhorn í skólanum. Á gagnauganu eftir að eitthvað dót sem einhver krakki henti upp í loftið innan um fjöldamörg börn, sogaðist á einhvern óútskýranlegan hátt akkúrat beint í höfuðið á Óðni. Á efri vörinni eftir að sami krakki henti þotu til hliðar sem sogaðist á hinn áðurnefnda óútskýranlega hátt beint í átt að andlitinu á Óðni. ...og að lokum... ég veit ekki einusinni hvernig ég á að útskýra þetta ...stórskaddaður á neðri vör, eftir að hafa á einhvern óskiljanlega, ótrúlega, furðulega óheppilegan hátt, tekist að festa buxnakeðju alveg pikkfasta í neðri vörina á sér. Hann útskýrði þetta þannig, að hann setti keðjuna upp í sig, rak tönnina óvart í lásinn, þannig að lásinn opnaðist og klemmdist bara alveg utanum utanverða vörina. Bólgin vör og klemmdur, blár og marður "varaflipi" sem stendur eins og varta út í loftið.

...og þetta gerðist þegar hann var að fara að sofa, lá einn inni í rúmi að dunda sér drengurinn!

laugardagur, febrúar 10, 2007

Nú er ég svo aldeilis rasandi hissa! Minn maður hefur nú ekki oft fengið mig til að missa andlitið, en hann var með eitthvað ógurlegt leynimakk hérna áðan ...og kom heim með stóran pakka og gaf mér ...daddaraaaa!!!! PowerBook G4 fartölvu :D ...nú þarf ég ekki að skammast mín lengur í skólanum fyrir þotuhreyfilshljóðin í gömlu tölvunni ...og slepp við frekari axlaskaða vegna þungans :D

takk takk ástin mín, þú ert bestur :D

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

"Samkvæmt svokölluðum póstmodernistum skilar meðferð í sálgreiningu hvorki betri né verri árangri en aðrar tegundir af meðferð. Í raun metur hver og einn eftir sínum viðmiðum."

Takið rökstudda afstöðu til þessarar fullyrðingar og skýrið með dæmum.

Þetta er ritgerðarefnið sem ég er að vinna núna ...og nei, ég valdi það ekki sjálf!! Það fyndna er að það eru allavegana bannorð sem má ekki nota í ritgerðinni, t.d. má ekki nota orðin: framkvæma, staðlar, vil meina, þörf og endurspegla! Einnig er alveg stranglega bannað að vera með "félagsvísindajarg", Sem er ákveðinn ritháttur sem tíðkast mikið innan félagsvísinda.

spennó, spennó :D jíhaaa ...ég ætla að reyna að hafa viðhorfið hennar Silju og telja mér trú um að þetta sé skemmtilegra en að hanga í kringlunni sjúgandi sjeik, bryðjandi popp og tyggjandi tyggjó!

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Mér finnst það ekki sanngjarnt að eiga að vera að gera tvær ritgerðir og læra fyrir próf þegar mamma, pabbi og tengdamamma eru öll í bænum, hangandi í kringlunni og drekkandi sjeik.

...ég má vorkenna mér pínu!

Það svarar samt ekki spurningunni afhverju ég er ekki að læra akkúrat NÚNA, til að flýta fyrir!


skamm skamm Ester!

mánudagur, febrúar 05, 2007

Það er svo eeeerfitt þegar maður er á bókasafninu að berjast við að halda augunum opnum og halda áfram að skrifa ritgerð. Mig langar mest núna að leggjast á gólfið undir tölvuborðið (hlýtt og gott teppi á gólfinu), breiða jakkann minn yfir mig, töskuna undir hausinn og sooooofa. *Grenji, grenj* Það er svo vont að vera þreyttur, mig langar bara að loka augunum í smá stund :´(

...er að hugsa um að redda þessu með því að fara niður og drekka svona hálfan líter af kaffi!

Þarf líka aðeins að skerpa fókusinn hjá mér, ég sé alltaf allt í móðu þegar ég er þreytt og þá er ekkert voða þægilegt að lesa þessa ponsulitlu stafi sem ég er með í þessum bévítans blaðagreinum.

Kvart dagsins komið á blað!

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Nú lenti ég í því leiðindaatviki að vigtin mín, sem ég hef átt frá því ég byrjaði að búa, gaf upp öndina í gær. Þetta var bara svona venjuleg, gamaldags vigt sem kostaði sjálfsagt svona 1000 kall þegar ég keypti hana. Í gær vildi þessi vigt meina að ég væri 32 kíló ...og ég var ekki alveg að kaupa það sko. Við skruppum þessvegna í byko til að kaupa nýja vigt í dag, planið var að kaupa bara svona venjulega, ódýra vigt.

...og hvað komum við svo heim með???

jú, jú... eitthvað rándýrt tækniundur sem tók mig alveg slatta af tíma að læra á hérna áðan. Vigt sem mælir þyngd, fituprósentu og vatnsinnihald líkamans. Hægt að stilla inn í minni hæðina, aldur og kyn og svo ferðu bara inn á þína rás og mælir allt draslið. Hrikalega flott finnst mér :P