...hmmm

fimmtudagur, mars 29, 2007

úff ...ég sit hérna með tárin í augunum uppi á bókhlöðu. Ég á svooo erfitt með að lesa um börn á munaðarleysingjahælum í Rúmeníu og Líbanon. Sum þeirra fá svo litla umönnun og mannleg samskipti að þau eru mjög þroskaskert þegar þau komast á unglingsaldur (ef þau eru áfram á hælinu). Sum þeirra eru aldrei ættleidd!

Þau sem eru ættleidd ná sér alveg ótrúlega vel, miðað við þá vanrækslu sem þau bjuggu við til að byrja með, og því yngra sem barnið er við ættleiðingu, því betra.

Af hverju taka þessi ættleiðingaferli svona rosalega langan tíma? Fólk er að bíða í mörg ár á einhverjum listum ...og eins gott að maður reyki ekki eða sé feitur. Maður þarf nánast að vera dýrlingur til að fá að ættleiða barn!

miðvikudagur, mars 28, 2007


hæ hæ ...allt fínt að frétta af mér :)
ýmislegt jákvætt í gangi :D

Til dæmis:
-ég fékk að sofa heila nótt í nótt, ég var svo glöð þegar ég vaknaði í morgunn að það var eins og ég hefði unnið óskarinn fyrir besta svefninn :D
-öllum verkefnum hefur verið skilað on time ...og verkefnin sem eru eftir verða það pottþétt líka (hvers vegna? ...svarið er afþvíbara ég segi það!)
-ég er komin með vinnu í sumar

-kvefið er að hörfa
-daginn er að lengja
-ég var að skrá mig í brautskráningu næsta vor

þið eruð öll ótrúleg krútt og dúllur ...mæ frends, i luuuuuv jú all :D

...nei, ég gleymdi ekki að taka lyfin mín í morgun ;)

sunnudagur, mars 25, 2007

Nú náði Skoffínið heldur betur að toppa sjálfa sig í dag. Þegar ég var á leiðinni út að hlaupa kemur hún trítlandi, í miðjum klíðum að maka á sig hvítu rassakremi. Hálf dolla gott fólk! Í hárið og andlitið. Ég skellti henni fyrir framan spegilinn og reyndi eftir bestu getu að sýna henni framá að þetta væri ekki mjög fínt. Hún sýndi hinsvegar enga iðrun og hló hátt og mikið ...gretti sig framan í spegilinn!

...en jæja, ég þurrkaði það mesta og dreif mig svo út að hlaupa og skildi Skoffínið eftir hjá föður sínum.

Við endurkomu mína frá hlaupunum blasir við mér rúmlega eins og hálfs árs gothari! Hún komst semsagt í veskið mitt og fann þar alveg merkilega góðan svartan augnblýant. Hún hefur greinilega eitthvað séð til móður sinnar við snyrtimennskuna, þar sem búið var að gera eitthvað voða fínt og frumlegt skraut í kringum augun ...og auk þess reyndar alla handleggina líka, sem móðirin hefur reyndar ekki mikið stundað.

...ég ætla ekki að segja ykkur hvað var erfitt að ná þessu af í baðinu!

þriðjudagur, mars 20, 2007

Hún systir mín vill vita hversvegna hún er ekki á desperet housewifes myndinni, og telur að það sé vegna þess að hún sé svo mikil Gyða Sól. Ætli það sé ekki bara rétt ...hehehe. Það eru engar svona ofur- hestakonur í despó! Ég sé það samt alveg í anda að það flytji ein svona kona sem stundar massaðar lyftingar á kvöldin og laumast svo í sund í thonginum sínum.

Hún væri þá einhvernveginn svona...

Ef þér líst vel á þetta Heidí ...þá er bara að drífa sig í að fara að lyfta og taka smá stera með (og ekki má gleyma að kaupa svona sundbol!)

Heidí systir er samt að sjálfsögðu algjör ofurmamma, yfir-hestakona fjölskyldunnar, dugnaðarforkur og alltaf til í að hjálpa manni. Algjört yndi!! :D



ahhh! hangsidagur!
Ég sendi Ara með Urði til dagmömmunnar í morgun og ákvað að gera svolítið sem er mjöööög langt síðan ég hef gert -sofa út-
ég vaknaði svo bara um hálf ellefu, búin að lesa blöðin spjaldanna á milli og drekka nokkra bolla af kaffi ...ein og í rólegheitum.
Nú er hinsvegar kominn tími til að láta til sín taka: ég þarf að ákveða um hvað lífeðlisfræðiritgerðin mín á að vera. Ég var að pæla í annaðhvort að skrifa um hægbylgju svefnraskanir eða speglataugar, hvort líst ykkur betur á? ...eða kannski bara eitthvað allt annað ...ég er mjög óákveðin í þessu!

föstudagur, mars 16, 2007


Ég hef mjög gaman af Desperate Housewifes, og ekki síst þar sem ég er ein slík sjálf (og skammast mín ekkert fyrir það).


Hér eru mínar Desperate Housewifes, eða að minnstakosti nokkrar þeirra! Ég vona að þessi mynd eigi ekki eftir að valda neinum vinslitum. Ég hefði að minnsta kosti aldrei þorað að setja hana móður mína þarna nema vegna þess að hún er stödd erlendis næstu tvær vikurnar og fer væntanlega ekki í tölvu á meðan (ekki segja henni, svona langlínusamtöl eru nefnilega svo dýr) ...ég verð bara að vona að hún sé ekki jafn hefnigjörn og hin rauðhærða Bree.

Ef einhverjir eru að velta því fyrir sér hverjar þetta eru, þá eru frá vinstri: Lísa ofurmamma, Didda ofurmamma, svo hún ég, móðir mín, og Silja mágkona. Ætti ég að fá mér svona permanett ...haaa? ...eða mamma að safna hári?
...veit samt ekki alveg afhverju ég hef tíma núna í að vera að búa til einhverjar myndir í photoshop, eitthvað voðalegt kæruleysi í gangi held ég...

miðvikudagur, mars 14, 2007

Mér líður svoooo eins og ég sé snillingur núna!
Ég fór út að skokka í fyrradag ...sem eitt og sér er nú alveg í frásögu færandi, eeeen fékk þessa líka frábæru hugmynd!
Ég hef ekki látið deigan síga, heldur sagt öllum frá sem heyra vilja ...og verð nú því víst að setja þetta á bloggið mitt líka.

Þegar ég var að hlunkast áfram (í spánnýju, prófessional maraþonhlauparaskónum sem ég fékk frá mömmu og pabba í afmælisgjöf), másandi og blásandi á móti vindi, fór ég að hugsa um afhverju ég væri ekki að hreyfa mig daglega ...eða að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku. Kort í ræktina eru dýr, og maður sér strax eftir því að hafa keypt þau ef maður er ekki að mæta vel.

...ég held nefnilega að lausnin sé sú að kaupa EKKI líkamsræktarkort, heldur borga sjálfumsér í hvert sinn sem maður fer út að hlaupa.

taddaraaaa! Þannig að í hvert sinn sem ég fer út að hlaupa, legg ég 250 kall inn á minn eiginn sparnaðarreikning (sem er að sjálfsögðu opinn) og safna dágóðum slatta, sem mér er síðan frjálst að nota í hvaða vitleysu sem er: helgarferð, kaupa eitthvað sem ég hefði annars ekki keypt (einhvern algjöran óþarfa) ...eða bara eitthvað rugl :D

Þetta er hvetjandi kerfi, og algjörlega í sambandi við atferlislögmál, pjúra jákvæð styrking!

...ef eitthvað fyrirtæki vill ráða svona ótrúlega hugmyndaríka manneskju í vinnu í sumar og borga mér kannski svona ...jahh, 500 kjell á mánuði, þá er ég game!

...og ef einhverjir starfsmenn Kaupþings vilja vita hvað ég fer oft út að hlaupa, þá er bara að skoða yfirlitið á kostabókinni minni :)

...og bíðið nú við ...fór ekki gellan bara út að hlaupa í gær líka, í roki, rigningu og slagviðri ...með maskarann lekinn niður á kinnar ...í maraþonskónum ...húfu af Óðni ...og regnjakka af Ynju, (trúið mér, ég var mjög töff!)

áfram Ester, áfram Ester, áfram Ester ...you can do it!!! (...þetta var sko það sem ég hugsaði þegar ég var að hlaupa)

mánudagur, mars 12, 2007

Það er orðið nokkuð ljóst að við Ari ætlum að skreppa til Marokkó í sumar, þar sem allt bendir til þess að mér hafi tekist að gabba móður mína til að passa Skoffínið í eina viku eða svo. Ég mun svo líklega reyna að dreifa hinum tveim jafnt á einhverja fórnfúsa ættingja ...eru einhverjir sjálfboðaliðar?
Allavegana ... við ætlum að fljúga til Parísar og fara þaðan beint til Marokkó og vera þar í 5 daga og vera svo í parís í 2 daga á bakaleiðinni, af því að við höfum aldrei komið þangað áður.
Þetta hentar visa kortinu mínu alveg ágætlega því planið er að sjálfsögðu að setja bara eitt flug eða hótel á hvert visa tímabil ...ógisslegasniðugtsko!

Það skemmtilega við ferðina er líka það að vinur okkar er að fara að giftast konu frá Marokkó, þannig að við förum í brúðkaup sem stendur yfir í tvo daga, ekta marókkóst bryllup!

...verðlagið á svæðinu á nú ekki eftir að spilla fyrir manni heldur ;)

Svo heyrði ég nú reyndar áðan að það var gaur að sprengja sig í loft upp í Marokkó núna, en honum tókst nú ekki að drepa neinn nema sjálfansig ...held að þeir séu ekki jafn pró þarna í Afríku eins og í Mið-Austurlöndum.
Ekkert sem bendir til þess að þetta sé neitt hættulegra en að fara til London ;)

föstudagur, mars 09, 2007

jessss! Þetta hafðist, og ég er enn á lífi!
Ég kláraði ritgerðina mína klukkan korter í eitt í gærdag (átti að skila rúmlega eitt).

Ég held að ég hljóti hvorki verðlaunin "mamma ársins" þetta árið né nóbelsverðlaun fyrir frumlegar kökuskreytingar!
Ég lenti í þeirri bitru reynslu í gærmorgun að horfa á vonbrigðaglampann í augum sonar míns, þegar hann sagði með titrandi röddu ..."já en mamma, ég var búin að segja þeim að það yrði bílakaka"!
Mamman á heimilinu hafði semsagt bara búið til eina hálfglataða skúffuköku og reyndi með afsökunartón í röddinni að útskýra hvað væri nú mikið að gera, skólinn sko... og ritgerðin sko... og sko þarna veikindin...
Þegar ég sá að augun voru að byrja að vökna sagði samviskubitna móðirin hressri röddu: "heyrðu! Við reddum þessu" ...en hugsaði: "shit! hvernig í andskotanum á ég að fara að því!"

...og Halelúja...
Thank god fyrir bakarameistarann og internetið! ...ég fann það út að hægt væri að kaupa áprentað marsipan í bakarameistaranum. Það þarf reyndar að vera rúmlega eins dags fyrirvari, eeeen þeir hafa heyrt örvæntinguna í röddinni og ákváðu að "redda mér" eins og þeir orðuðu það.

-Drengurinn fékk glæsilega "Cars" bílaköku
-móðirin skilaði ritgerðinni á réttum tíma ...og lífeðlisfræðiskýrslunni
-allt í svona líka lukkunnar velstandi ...fínasta afmæli ...allir kátir og hressir

miðvikudagur, mars 07, 2007

Jæja gott fólk, svona er staðan:

Ritgerðir sem á að skila á morgun: 1
Lífeðlisfræðiskýrslur sem þarf að ljúka fyrir morgundag: 1
Fjöldi veikra barna á heimilinu: 1, dagur nr.: 2
Afmæli sem þarf að halda á morgun: 1, fjöldi: 18, meðalaldur gesta: 6,5.
Kökur sem þarf að baka fyrir morgundaginn: 1 (já, ég veit ...frekar lásí)

heimilisstatus:
drasl: sæmilegt
drulla: meiri en meðalhófi gegnir
þvottur: c.a. 1 tonn

Aðgerðir sem á að taka:
1. Anda djúpt og fara í sturtu - lokið kl. 08:30
2. borða góðan morgunmat - lokið kl. 9:00
3. Mikið kaffi - er að vinna í því.
4. baka köku - áætlað að ljúka fyrir hádegi, barn verður staðsett uppi á borði á meðan.
5. kaupa mikið mikið af nammi, snakki og gosi, og efni í pizzu - lokið í gær, með ofur hraðferð í bónus.
6. Þrif - þetta er barnaafmæli, svo ekkert annað en úrvals, hágæða ofur skyndiþrif á þreföldum ljóshraða kemur til greina - planað að ljúka meðan barn sefur.
7. Efni (t.d. leikir) til að halda 18 krökkum uppteknum í tvo tíma - Ynja sett í málið!
8.Ljúka lífeðlisfræðiskýrslu - stefnt á að ljúka áður en maki kemur heim, nýta ljóshraðaaðferðina.
9. Ljúka ritgerð - yfirgefa svæðið þegar maki kemur heim og skrifa 1500 orða gæðaritgerð um greind, fjöldi heimilda er 5, lokið við að lesa 4, orð skrifuð: 300, orð eftir: 1200. Áætlaður tími: 7 klukkustundir, ef ég er bjartsýn!

Líkur til að þetta takist: mjööööög mjöööög góðar :D


nýjustu veikindatölur og spár:
tími síðan síðasti fjölskyldumeðlimur var veikur: 4 dagar
tími síðan yngsta krílið var veikt síðast: 16 dagar
Ester að halda að hún sé að verða veik: 3 dagar
...ástæða fyrir að Ester er ekki orðin veik: ...bara alveg pjúra viljastyrkur sko...

þriðjudagur, mars 06, 2007

Komum inn á síðuna mína hefur líklega fjölgað stórlega! Ég sá að það var komin linkur á mig inni á strandir.is, og ég hef ekki grænan Guðmund um hver hefur klínt mér þar inn. En ég sá allavegana að 55 manns höfðu skoðað síðuna mína þaðan ...margir sem hafa áhuga á að lesa um húsmóður og námsmær sem er fúl og leiðinleg þessa stundina, en berst þó hatrammlegri baráttu við bakteríur og vírusa sem eru að stöðva mikilvæg ritgerðaskrif akkúrat þessa stundina.

Það væri nú gaman að vita hverjir eru að skoða síðuna hjá manni :D ...en þeir sem eru feimnir meiga alveg vera svona leyniskoðarar. Ég á alveg nokkrar svona síður þar sem mér líður eins og ég sé að njósna um fólk þegar ég fer inn á þær, maður veit kannski undarlega mikið um einhvern sem maður umgengst ekkert ...hehe :)

...eeeen allavegana, ég á að vera að skrifa ritgerð um skilgreiningar og kenningar um greind. Sem væri virkilega spennandi ef mín greind væri í lagi þessa stundina. Ég ætlaði mér að hakka Howard Gardner í spað, en ég á nú eftir að sjá hvernig það fer...
Ég ætti frekar að skrifa grein um sjúkdóma, ég veit held ég allt of mikið um sjúkdóma og lyf ...búin að eiga óhóflega mikið af veikum börnum í gegnum tíðina og horfa óhóflega mikið á House og bráðavaktina ...ég nota House kvöld svona svipað og aðrir nota Gettu betur kvöld, ég reyni að keppast við að vera á undan doctor House að greina sjúkdóminn ...hehe, klikk ég veit!

...nóg af rausi, set hérna nokkrar myndir fyrir fjölskylduna.
Hérna eru Þorgils, Ynja og Óðinn í heitapottinum þegar við fórum í sumarbústað um daginn.

Ynja Mist, alveg dauðþreytt að máta öskudagsbúninginn sinn! ...hún er engill ef þið sjáið það ekki ;)
Ynja og Sunna vinkona hennar, engillinn og nornin, tilbúnar til að fara að betla nammi .
Urður er aðeins að tékka á kökunni, hún þurfti að þola að horfa á nammikökuna alveg frá því að hún vaknaði og alveg til 4. Hún passaði líka rosalega vel að enginn annar myndi snerta hana, fyrst hún mátti það ekki.

Óðinn tilbúinn að blása á kertin, Þorgils fylgist alveg spenntur með!
Óðinn fékk þetta flotta svitaband frá Björk og Pétri. Hann var mættur með það á hausnum á fótboltaæfingu strax daginn eftir, og í nýju markmannshönskunum frá Þorgilsi. Hann var svo lengi að hafa sig til fyrir framan spegilinn (fullkomna lúkkið sko...) að það var bara eins og hér væri atvinnumaður á ferð!
Urður þurfti líka að prófa svitabandið

fimmtudagur, mars 01, 2007

Próftaflan var að koma ...ljós í myrkrinu! Þetta árið tekur próftaflan fullkomið tillit til 3ja barna mæðra sem eru í meira en fullu námi og hafa ekki alveg komist í gegnum allt námsefnið á réttum tíma. Ég eygi nú von um að ná prófunum þrátt fyrir allt, þar sem mér sýnist að ég ætti kannski að ná því að frumlesa lífeðilfræðina á próftímanum.

Þannig að þið þarna vírusar, inflúensur, bakteríur streptokokkar og magapestir, þið náið sko ekki að klekkja á mér þetta árið! múhahaha :D