...hmmm

fimmtudagur, júní 21, 2007

Við fórum í sveitina til ömmu Helgu um síðustu helgi. Tilgangurinn var reyndar að fara í útskriftarveisluna hennar Silju, sem heppnaðist alveg ljómandi vel. Amma og afi á neðri hæðinni eiga hund sem heitir Bella og henni þykir alveg óskaplega gaman þegar einhver nennir að leika við hana. Urður hafði ekkert á móti því að leika við Bellu og skipar henni fyrir alveg eins og herforingi.

mánudagur, júní 18, 2007

Nú ætla ég að tékka hvort ég kann á youtube! Ef allt gengur að óskum getið þið séð Óðinn snilling tromma hér að neðan! Þetta er nú nokkuð gott þegar maður hefur aldrei farið í trommutíma og er bara nýbúinn í fyrsta bekk :D

fimmtudagur, júní 14, 2007

Nú er spurning að reyna að herða sig við bloggið og koma með eina skemmtilega sögu eða svo :P

Ég var að lesa gamla bloggið mitt í gær og sá þá meðal annars sögu af forlátri úlpu sem ég átti, en hún fékk að fjúka sama dag og færslan var framkvæmd þar sem hún virtist gera eiganda sinn óvenju ungæðislegan og var farin að valda fremur óskemmtilegum misskilningi.

...og bíðið við! Nú kemur framhald...
Ég er að vinna inni í Hafnarfirði og þarf því oft að taka strætó seint á kvöldin og hlaupa langar leiðir til að ná honum. Í gær var ég svo heppin að ég náði að stökkva inn í hverfisstrætóinn og þurfti því ekki að hlaupa alla leið inn í Garðabæ eins og venjulega.

Það hlýtur að hafa verið barnslegt sakleysi sem skein úr augunum grænu, þegar ég stökk rjóð í kinnum inn í strætóinn eftir að hafa hlaupið hann uppi og henti miðanum mínum í baukinn og bað um skiptimiða.
...strætóbílstjórinn lítur á mig og smellir á reit í tölvunni sinni og prentar út skiptimiða!

(mér sýndist hann vera að ýta á vitlausan takka, þannig að ég þorði ekki annað en tékka miðann ...og jú, það var ekki um að villast. Á miðanum stóð 1 x barnamiði - 100 kr.)


"....eeee, ertu að láta mig hafa barnamiða???"
"...eee ...já ...hva..."
"ég er ÞRÍTUG!" (ég er nú ekki vön að ýkja aldurinn, en ég mátti til þarna!)
"ó ...úpps ...þú ert ungleg"
"hehe ...já, sko ...hehe (ógissla montin sko)"

ókei! Ungleg - það er gott. ...en 17 - æ, ég veit ekki. Væri meira til í tuttuguogeitthvaðsmávegis ...17 er eitthvað svo mikið gelg (ekki samt þú Björk mín, þú ert yndisleg)!

Svo er það spurningin: Þarf ég líka að losa mig við rauðu hettupeysuna (sem er svoooo þægileg)?

miðvikudagur, júní 06, 2007

Greinilegt að bloggið mitt er komið í sumarfrí. Ég er bara hreinlega ekki að nenna að skrifa neitt. Ég finn ekki hleðslutækið af myndavélinni minni, þannig að ekki get ég sett inn myndir :( Þetta er semsagt alveg gjörsamlega glatað blogg núna (ég stefni nú samt á víðtæka leit að hleðslutækinu fljótlega).
Annars er bara allt í besta, nýja vinnan er fín og ég er byrjuð að lesa í sumarkúrsinum sem ég tek. Einkunnir voru framar vonum ...enda er ég alveg búin að sjá það út að ég hef fengið væga heilabiliun vegna of mikils lærdóms ...án gríns, það er eitthvað hrikalegt straumrof í gangi í heilanum á mér núna, ég bara held í vonina að þetta lagist :D

Urður er að byrja á leikskólanum og henni finnst það svo spennandi að hún ætlar alveg að missa sig þegar hún sér að við erum að stoppa fyrir utan leikskólann ...ég var búin að segja á leikskólanum að barnið mitt væri feimið ...fóstrurnar eru búnar að horfa undarlega á mig síðan við byrjuðum í aðlögun, þar sem barnið hefur ekki sýnt minnsta vott af feimni.

Ynja og Óðinn fá einkunirnar sínar afhentar á morgunn og svo eru þau komin í sumarfrí ...og algjörlega óákveðið ennþá hvernig á að verja því!

...jæja, þarf að fara að sinna ormunum! bæjó