...hmmm

þriðjudagur, september 25, 2007


Hefur einhver heyrt minnst á fyrirbæri sem kallast the terrible two´s? Það er allavegana í gangi heima hjá mér núna!
Þetta er aldurinn þar sem maður fer að verða svolítið klár og fattar að það er lítið mál að príla bara upp á klósettið til að ná í tannkremstúbuna, það er líka voða lítið mál að ná í litla græna stólinn til að geta enn einusinni náð í blautklútapakkann til að tæta allt upp úr honum ...ótrúlegt hvað það er alltaf jafn gaman!
...og ég meina, hvað hélt mamma eiginlega þegar hún sagði mér að skipta á dúkkunni minni? Hélt hún í alvörunni að ég myndi ekki setja krem á bossann líka?
Það er svo sniðugt, að það er hægt að hella alveg ótrúlega oft úr sykurkarinu áður en það klárast úr því ...eitthvað svona skammtara dót! alveg ferlega sniðugt!

Hvað ætli maður geti hlaupið langt með klósettpappírsrúlluna áður en lengjan slitnar? ...klósettpappírinn já, mamma sagði ekkert um að ég ætti bara að snýta mér einusinni þegar hún bað mig að fara að taka horið ...þannig að ég geri það bara aftur ...og aftur ...og aftur ...og aftur ...og ...vúps, pappírinn búinn!
Hvað er þetta lið að æsa sig ...það voruð þið sem sögðuð mér að sjampóið ætti að fara í hárið! ...hmm, ef sjampó má fara í hárið, þá hlýtur varasalvi líka að meiga fara í hárið ...og bossakrem ...og handáburður...

Mamma málar sig! Af hverju ætti ég ekki að gera það sama? hmmm ...ég er að hugsa um að nota gulan áherslupenna í dag!

Hvað ætli ég sé lengi að taka alla dvd diskana úr skápnum? ...en bækurnar? ...eeen vóóó ...jess! mamma er að brjóta saman þvott, best að bjóða fram aðstoð sína! ...ééééég veit! ég brýt bara aftur saman það sem er í skápnum mínum ...þá þarf ég nú að byrja á því að taka fötin úr skápnum, ekki satt!

Veiiii, ég er bangsímon! Bangsímon borðar hunang! Hér er hunang ...varasalvahunang...

Yndislegur aldur!

miðvikudagur, september 19, 2007

Nú er ég stolt móðir!
Óðinn var í trommutíma númer 2 í dag, og þegar ég kom að sækja hann kom trommukennarinn fram og sagði við mig frekar hissa á svipinn: hann er alveg skuggalega góður ...pikkar allt upp um leið!

...svo á hún Helga tengdamamma mín á afmæli í dag, og ég er líka voða stolt af henni! Það er bara verst að ég geti ekki verið fyrir norðan og slett í svosem eins og eina köku fyrir hana. Við Óðinn hugsuðum að minnsta kosti til hennar þegar við vorum að baka pönnukökurnar í kaffitímanum áðan, hún hefði í það minnsta átt skilið að fá þær :D

þriðjudagur, september 18, 2007

Ég var að fá bréf sem ég vil sýna ykkur öllum. Þið sem hafið oft hugsað að þið ætlið "einhverntíman" að hjálpa ...af hverju ekki bara að gera það núna!

Kæri stuðningsaðili ABC barnahjálpar



Við hjá ABC barnahjálp höfum nú tekið inn í skólana okkar og heimili mikinn fjölda barna af biðlista sem voru í mikilli neyð. Nú er staðan sú að okkur vantar stuðningsaðila fyrir hátt á annað þúsund barna.



Þar sem við viljum ekki eyða fjármagni í dýrar auglýsingar, datt okkur í hug að leita til þín.



Vilt þú senda þennan póst með tengli inn á heimasíðu okkar til vinnufélaga, vina og vandamanna og biðja þá að senda þetta áfram?



"Vilt þú styðja barn í neyð? Ýttu þá á http://www.abc.is/ABChjalparstarf/Stydjabarn/



Með fyrirfram þakklæti

ABC barnahjálp

fimmtudagur, september 13, 2007

Stundum er maður ekki alveg samkvæmur sjálfum sér í uppeldinu! Það hefur verið svolítið vandamál hérna undanfarið að ungfrú Urður á það til að tjá sig á listrænan hátt á hin ýmsu húsgögn og veggi, og myndskreyta bækur þar sem henni hefur fundist vera þess þörf. Hún er hinsvegar smátt og smátt að átta sig á að þetta má ekki ...það má bara fá blað hjá mömmu og lita á það!

Eitthvað minnkar nú gildi þessara skilaboða þegar móðir manns er stöðugt að strika með gulum túss í hinar og þessar bækur! ...það hlýtur bara að vera einhverskonar undantekning frá reglunni!

...ég allavegana giska á að hennar túlkun á þessu hafi verið eitthvað á þennan veg, því Þegar ég kom heim í gær var búið að strika heldur verklega með gulum túss í hugfræðibókina mína!

...hver skyldi hafa verið þar að verki?

miðvikudagur, september 12, 2007

Óðinn snillingur komst inn í tónlistarskóla Eddu Borgar og er að fara að læra á trommur. Fyrsti tíminn er í dag ...jeiiii :D
Ég er ekkert smá spennt að sjá hvernig þetta gengur, hann er lang yngsti trommunemandinn í skólanum :)

mánudagur, september 10, 2007


Skólinn byrjaður og tíminn strax farinn að fljúga kafla fyrir kafla. Við Ari vorum svaka dugleg um helgina og vorum að taka sjónvarpsholið okkar í gegn ...og nú vantar mig rooosalega mikið að einhver komi í heimsókn að segja mér hvað þetta er nú flott og smekklegt hjá okkur ...hvar eru vinir manns þegar maður þarf á þeim að halda? ...hehe :D
Ég var að byrja að æfa tennis í morgunn og ég held að það eigi eftir að verða alveg svakalega gaman. Ég var mikið skömmuð fyrir vitlaust tak í fyrsta tímanum, það ómaði um allan salinn: "Ester, úlnliðurinn ...úlnliðurinn, ...ÚLNLIÐURINN ESTER!!! Fylgja eftir! klára sveifluna!" eeeen ég var nú alveg að verða komin með þetta í lok tímans, eftir að þjálfarinn hafði tekið nokkur svona "bíómynda demonstrations" á mér. Ég held að ég eigi eftir að verða svaka flott tennispía eftir veturinn :D
kv. Ester

mánudagur, september 03, 2007

Nú hef ég lokið ritgerðinni minni "Athyglisbrestur með ofvirkni: lyfjagjöf og atferlismeðferð". Ég er ótrúlega stolt af mér að hafa klárað þetta þrátt fyrir allt sumarslen. Nú er bara að vona að ritgerðin standist kröfur kennarans ...hef heyrt að hún sé frekar ströng og smámunasöm.
Skólinn er að byrja í dag og ég verð bara í þrem kúrsum (sem reyndar eru allir 5 eininga), próffræði, félagslegri sálfræði og skyn- og hugfræði A. ...ekki laust við að smá spenningur sé kominn í mann ;)

Fréttir af öðrum heimilsmeðlimum:
Ynja: er byrjuð í 6. bekk ...ótrúlegt!!! Hún er svo skynsöm og dugleg að læra ...skipulögð og alltsaman! Auk þess sem hún er snilldar listamaður og heldur áfram í myndlistarskólanum.
Óðinn: var að byrja í 2. bekk, svakalega duglegur að lesa og læra heima, ég þarf samt eiginlega að koma honum í tónlistarskóla drengnum, til að hæfileikar hans á því sviði fái að blómstra ...málið fer í athugun.
Urður: Blómstrar alveg á leikskólanum, fer brosandi á morgnanna og tekur brosandi á móti manni þegar hún er sótt. Henni þarf ég að koma í dansskóla sem fyrst ...mér sýnist að hæfileikar hennar liggi þar. Hlaupastíllinn hennar er líka mjög athyglisverður, en hann líkist eiginlega meira dansi en hlaupi ...óþarflega mikil orka sem fer í hreyfingar sem gera ekkert gagn í því auka hraðann. Rassinn sveiflast til og frá, hendurnar eru krullaðar upp í handakrika og axlirnar sveiflast nánast í hálfhring ...ég verð eiginlega að setja inn video af þessu fljótlega ...hehe :D
Tásla: er enn jafn feit og heyrnarlaus.
...og já, Ari: hmmm, hann er bara að gera það sama og vanalega, vinna og nördast eitthvað þess á milli. ...það vita náttúrulega allir að hann er orðinn mótorhjólatöffari er það ekki? ...og ég þverneita að svo mikið sem setjast upp á fákinn fína!