...hmmm

mánudagur, október 22, 2007


Við Heiða áttum alveg æðislegan dag í gær. Við vorum bara að rölta um, fá okkur rauðvín og skoða mannlífið. Við fórum meðal annars í central park, sem er hérna á myndinni. Það er rosalega skrítið að vera inni í fallegum skógivöxum garði og sjá síðan þennan risavegg handan við tjörnina og trén sem maður horfir á, það verður einhvernveginn svona óraunverulegt að horfa á það ...manni líður eiginlega eins og maður sé að sjá vitlaust!
Þetta er samt ofboðslega notaleg og skemmtileg borg, allir svo kurteisir og hjálpsamir og ótrúlega friðsamt þó hér sé margt fólk og mikið líf. Ég væri sko alveg til í að koma hérna aftur ...og lofa þá kannski Ara að koma með líka :D

laugardagur, október 20, 2007

...bara að láta vita af mér :) Ég er komin til nefjork og búin að sjá æðislega krúttlegu íbúðina hjá Heiðu og Andreu! Lenti bara ekki í neinu veseni við komuna og allt í gúddí fíling bara :D

föstudagur, október 05, 2007

Djöfull er ég orðin léleg í þessu bloggi, það telst heppni ef ég pára eitthvað hérna inn á svona viku fresti!
...en jæja, skítt með það, ég er bara svona svaaaakalega bissí!
Ég er aðallega (svona fyrir utan eðlileg heimilisstörf og nám) búin að vera að brasast í gamalli pappírsvinnu undanfarna daga ...og komast að því að það er ekki mjög auðvelt að fá upplýsingar um það hvar maður var staddur seinni hluta árs 2002.
Málið er nefnilega það, að ég er að fara til New York og pantaði miðann vitandi það að ég er e.t.v. grunuð um að hafa verið ólöglega í bandaríkjunum árið 2002. Þegar ég fór til bandaríkjanna árið 2002 og var þar í tvær vikur, þá týndi ég (eða reyndar henti ég því óvart) blessaða I-94 kortinu sem maður á að skila þegar farið er úr landinu. Ef þú skilar ekki þessu korti, þá getur þú lent í því að vera skráður með óákveðna brottfarardagsetningu úr landinu. Ef þú ert í landinu ólöglega í milli 180 - 365 daga, þá máttu ekki koma til bandaríkjanna í 3 ár. Ef þú ert lengur en 365 daga, þá máttu ekki koma til bandaríkjanna í 10 ár.
Þegar ég fór á sínum tíma, þá var mér sagt að ég yrði að láta stimpla í vegabréfið mitt þegar ég kæmi til íslands, til að ég gæti sannað að ég hefði farið. ég lét gera það ...og týndi svo vegabréfinu mínu!
...nú... ég hafði samband við bandaríska sendiráðið á íslandi og þær sendu mér upplýsingar um það hvað ég þarf að gera, og það var svo MIKLU meira vesen en mig hafði órað fyrir! Ég er búin að hringja skrilljón símtöl hingað og þangað, til að fá skriflegar sannanir fyrir því að ég hafi verið á íslandi síðla árs 2002, ég gat ekkert fengið frá icelandair, ekkert frá sýslumanninum (öllum gögnum um gamla vegabréfið eytt), ekkert frá bankanum ...og í þokkabót er ég ekki alveg viss um brottfarardagsetninguna.
Ég endaði á því að senda út upplýsingar um að ég hafi verið skráð í skóla ásamt einum visareikningi og útskýringabréfi! Þetta alltsaman þurfti svo að sendast í ábyrgðarpósti, og sjálf þarf ég að vera með afrit af öllum gögnunum og ábyrgðarnúmerið þegar ég fer út.
Konurnar í sendiráðinu segja að ég komist örugglea í gegn, en gæti lent í yfirheyrslum.

...þessir ameríkanar!