...hmmm

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Nú er skoffínið orðið tveggja og hálfs árs og er stöðugt að læra nýja hluti. Það vill nú þannig til að skvísan er ennþá með bleyju og hefur ekki sýnt mikinn áhuga á því að hætta, þrátt fyrir að vita nákvæmlega hvenær hún þarf að nota hana. Ef undarleg lykt fer að finnast í húsinu og grunur beinist að henni, þá neitar hún staðfastlega og snýr rassinum út í horn, eða hleypur inn í skáp og lokar. Í svoleiðis stöðu þarf maður að afla frekari sönnunargagna, og felst það oftar en ekki í því að maður þarf að beygja sig niður og ganga úr skugga um uppruna óþefjarins!

Börn læra ýmislegt af foreldrum sínum. Undanfarið hefur skoffínið því farið að rjúka á fólk og lykta af rassinum á því ef hún finnur grunsamlega lykt eða hljóð sem bendir til þess að eitthvað grunsamlegt hafi átt sér stað.
Þetta getur boðið upp á frekar vandræðaleg augnablik.

Ókei! Af því að þessi staða var komin upp ákvað ég að nú yrði bara að fara að venja hana af bleyjunni. Þessvegna tók ég bleyjuna af henni seinnipartinn í dag og sagði við hana að nú þyrfti hún að fara að hætta með bleyjuna og nota nærbuxur, eins og Ynja og Óðinn.

...ég var ekki fyrr búin að því en hún fór ein inn í fataskápinn hennar Ynju, klæddi sig í nærbuxur af henni og skeit svo í þær!
Það þarf varla að taka fram að Ynja var mjög hress með þetta, hehe :)

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Hér eru nokkrar myndir frá Tenerife, og fyrst erum það við hjónaleysin, all dressed up, á áramótunum. Við borðuðum 5 rétta máltíð, sem var mjög góð, fyrir utan það að nautakjötið var ofsteikt eins og hættir til á svona samkundum.

Svei mér þá ef amman og stelpan eru ekki bara svolítið líkar! Sætir rauðhausar þarna á ferðinni :)

Ynju og Óðni fannst ekki leiðinlegt! Þarna erum við í labbitúr á el duke!

Við systurnar hressar að vanda, með kokteil í hönd.

Ynja og Óðinn á ströndinni...

Hmm, eitthvað er ég nú annarshugar hér og veit ekki alveg að það sé verið að taka mynd. Reyndar er ég upptekin við að fylgjast með ormunum mínum sem voru að skottast í einhverjum fataslám, hjá sérlega duglegum kaupmanni sem var alltaf að laga dótið í búðinni hjá sér þó engir væru viðskiptavinirnir.

Urður var alveg að fíla ströndina, hún sat á sama blettinum allan tímann alveg svakalega bissí!

Ynja og Óðinn höfðu líka nóg að gera við að moka, búa til kastala og sulla í sjónum. Dásamlegt alveg!

Sætu mæðginin Heiðdís og Þorgils að skoða spékoppana sína.

Jæja! Ekkert blogg í langan tíma og tjéllingin að verða þrí-tug um helgina. Þar sem ég var búin að gleyma að ég ætti afmæli verður enginn gleðskapur, en ég á eftir að ákveða hvort það verður eitthvað á næstu helgi eða hvort ég sleppi því bara alveg ...sjá til bara :)

Hvernig væri samt að monnta sig aðeins af miðafsprenginu sínu, sjáið hvað hann er klár ...7 ára drengurinn!




Hér er hann svo að spila blús