...hmmm

föstudagur, desember 29, 2006

Hellúú´:) Er bara stödd á Hólmavík eins og er og er bara aðallega að slappa af (eða reyna það) þó að yngsta skoffínið sé reyndar ekkert alveg á því að leyfa mér það! Hún er búin að vera frekar kvefuð og lasin, heimtar að byrja aftur með pela og neitar að sofa. Ég er búin að fá tvær einkunnir, fékk 8 í klínískri sálfræði og skammarlega sexu í tölfræði 3, sem ég átti nú kannski alveg skilið að fá! ...ég var orðin frekar þreytt og kærulaus þegar ég fór í það próf.
...ég nenni nú ekki að pirra mig lengi yfir því og held bara áfram í minnni barnslegu jólagleði hérna á Hólmavík!
Annars er ég pínu búin að vera að bögga hann Ara minn í sambandi við áramótamatinn, þar sem við verðum í fyrsta sinn ábyrg fyrir áramótaboði og ég held að við séum búin að sættast á humarsúpu og kalkún, það ætti nú að vera herramannsmatur fyrir hvern sem er :D ...svo er ég búin að kaupa svolítið spennó sem ég hef aldrei séð áður, en það eru finlandia kúlur ...daddara, spennó spennó fyrir þá sem koma í áramótaboð til mín ;)

Áramótakveðja: Ester

sunnudagur, desember 24, 2006

Jæja, hérna koma smá jólamyndir:

Jólatréð okkar!


Urður í jólabaði!

Ynja í jólaskreytinganefnd:

og Óðinn í jólaskreytinganefnd:

Allt gengur í fína með jólaundirbúninginn, fyrir utan það að Urður greyið er komin með hita og verður sennilega ekki í eins miklu stuði í kvöld og við var að búast. Ég ætla að reyna að setja inn myndir af jólapakkaopnun í kvöld :) ...Óska annars bara öllum gleðilegra jóla :D

Það er búið að vera að biðja okkur um glögg uppskriftina hans Ara, uppskriftin hljóðar svona:

Jólaglögg Ara:

Slatti af rauðvíni
dass af kanil
dass af engifer
svona á bilinu dass til slatti af púðursykri, allt eftir smekk
hnefafylli af möndluflögum
og smá rifinn sítrónubörkur

Verði ykkur að góðu :D
...ef þið viljið nákvæmara, þá leitið þið á netinu :D

föstudagur, desember 22, 2006

Húsmóðurgenin hafa fengið örlitla uppreisn æru eftir að ég kláraði prófin. Mér tókst að baka eina smákökusort, brenndi reyndar síðustu plötuna sem er nú ekkert nýtt ...ég geri það ALLTAF! Svo er ég búin að vera að þrífa (segi ekki hátt og lágt, en eitthvað allavegana), og svo þurfti ég nú heldur betur að sanna mig og taka fram saumavélina þar sem jólakjóllinn hennar Ynju var heldur víður á hana.
Það er frekar langt síðan ég saumaði síðast og ég áttaði mig á því þegar ég opnaði saumavélina hennar Silju að ég kunni bara ekkert á þetta apparat! Ég stóð þarna með tvinnann og gat bara engan veginn fundið út hvernig í ósköpunum átti að þræða blessaða vélina. Kemur þá ekki hún Ynja mín askvaðandi og segir frekar mæðulega: "ég skal gera þetta", hún snarar svo bara tvinnanum í á nó tæm!!! (tek það fram að þarna fengu húsmóðurgenin vægt sjokk) -segið svo að grunnskólanámið nýtist manni ekki :D

...annars erum við Ari bara að glöggva okkur aðeins núna á heimatilbúnu jólaglöggi, börnin komin í ból, og verið að skrifa innkaupalista ...voða notó ;)

fimmtudagur, desember 21, 2006

jibbí jeiiii!!! Loksins er ég búin í prófunum! Ég var svo spennt að komast út úr prófinu að ég er ekki frá því að ég hafi flýtt mér aðeins. Ég fór svo að sækja Óðinn niður í reiknistofu (þurfti að vera í vinnunni með pabba sínum meðan ég var í prófinu), og það var vissulega stórkallalegt að sjá Óðinn labba út úr seðlabankanum með fartölvutöskuna á öxlinni, hann var svona eins og lítill viðskiptafræðingur ...hehe :D

Við fórum svo heim og skrifuðum jólakortin á ljóshraða ...svo fyrir þá sem fá kortið frá okkur seint, eða fá tómt umslag með nafninu sínu utaná, eða eitthvað annað nafn er inni í umslaginu en utaná því ...æm só sorrí :/ það er þó allavegana mynd af krökkunum með kortinu.

...nú er ég að jólastússast alveg á fullu ...baka og hafa það jolly ...allir velkomnir í kaffi :)

Jólakveðja: Ester

sunnudagur, desember 17, 2006

hei hei! Ekki mikið verið skrifað hér inn nýlega. Ég er ekki alveg búin í prófunum, þó mér sé oooof mikið að líða eins og ég sé búin ...ég þarf virkilega að taka á þessu á mánudaginn! Jólapakkarnir eru að byrja að hrúgast inn, kom t.d. sending frá Danmerkurkrúttunum okkar áðan, og það var mikil spenna að opna kassann og sjá pakkana sem vori inní :D Við ætlum að fara á eftir að kaupa jólatré, og svo er söngfuglinn hún Ynja að fara að syngja í Háteigskirkju klukkan 4 í dag ...allir velkomnir og frítt inn!

mánudagur, desember 11, 2006

Spurningar dagsins: Afhverju er Óðinn í plastpoka?Svar: Þetta er Óðinn á leiðinni í skólann og þetta er hans eigin hönnun!

Afhverju er barnið með fælnina hjá þessum rauðklædda manni?

Svar: ...??? ég bara skil þetta ekki! Líklegasta skýringin er þó líklega þessi:


Svo er hérna ein af Ynju sætu:

...annars er það bara af mér að frétta að ég er búin í tveim prófum af fjórum, var að koma úr svakalegri törn núna ...þannig að það er bara rauðvín og chill í kvöld ;)

föstudagur, desember 08, 2006

jæks! Saga sálfræðinnar á morgun! Minn mesti akkilesarhæll þetta árið. ...mér finnst ég rugla öllu saman af þessum 100 köllum og 100 stefnum (ég held bara að þessar 1.300 blaðsíður komist ekki fyrir inni í mínum litla haus) ...ég verð bara að vona að 47.5% af efninu sé þarna einhversstaðar! ...plís plís plís, langar alveg innilega ekki að taka þennan kúrs aftur!

þriðjudagur, desember 05, 2006

Ég ætla að fá mér nýja úlpu. Úlpan sem ég keypti (vegna fjárhagslegrar neyðar á sínum tíma) í barnadeildinni í hagkaup er ekki að gera góða hluti þessa dagana! Ég var að labba heim úr strætó í dag og mætti krökkum sem eru aðeins eldri en Ynja, og þetta er það sem gerðist (tek samt fram að það var myrkur úti):

Krakki: "hæ"

Ester: "halló"

Krakki: "í hvaða bekk ertu?"

...á mér að finnast þetta fyndið, eða á ég virkilega að íhuga að fá mér kápu og permanett? Ég fer allavegana aldrei í þessa úlpu aftur, þó það sé kalt úti!

sunnudagur, desember 03, 2006


Bara svona svo ég geti sagst hafa gert jóla - eitthvað. Allavegana búin að setja þessa fínu jólamynd á síðuna mína.

Annars gekk bara dagurinn í dag út á það að læra og kjósa í prófkjörinu. Svo borðuðum við á Quisnos í kvöldmatnum ...mataræðið ekkert að breytast á þessu heimili. Urði fannst alveg frábært að vera í boltalandinu, það rétt sást í trínið á henni og stundum hvarf hún alveg ofaní boltana. Hún skríkti og hló þegar Ynja var að renna með hana í rennibrautinni og fannst alveg frábært að sjá lætin í krökkunum.

...hún er samt farin að skæla stundum þegar ég er að fara (alveg til að auka samviskubitið) ég verð líklega bara að trúa því sem stendur í þessum skruddum sem ég er að lesa! Eina leiðin til að losna við aðskilnaðarkvíða er "frequent exposure". Þ.e. því oftar sem hún þarf að horfa á eftir mér, því fljótar hættir hún að væla ...svo framarlega sem ég styrki ekki vælið t.d. með athygli. hehe ...smá sálfræðihúmor hérna! :D ...spurning hvort hún verði svo bæld og vanrækt í framhaldinu! (fræðsla í boði Seligman, Poultson, Menzie og Freud)

Gvöð ...ég er næstum hneyksluð á sjálfri mér ...eitthvað segir mér að ég sé búin að lesa of mikið undanfarna daga!

kveðja úr heimi klínísku sálfræðinnar - Ester