...hmmm

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Ég er orðin stökkmúsamamma. Stökkmúsakerlingin okkar eignaðist unga í nótt. Ég held að þeir séu 5 talsins, annars er ég ekki búin að sjá þá nógu vel. Músamamman er á fullu að laga bælið og passa litlu ungana sína.
Það er alveg ótrúlegt að þetta geti orðið til á aðeins 3 vikum!

Þannig að ...ef einhvern vantar stökkmýs, þá er ég rétta manneskjan til að tala við.
Smá upplýsingar um stökkmýs: stökkmýs eru afskaplega skemmtileg dýr - mun skemmtilegri en hamstrar, ég hef átt svoleiðis líka. Þær eru alltaf á fullu að forvitnast og gera eitthvað, grafa eða vinna. Það er ekkert mál að halda á þeim, þær eru ekki að stökkva frá manni eins og nafnið gefur til kynna, heldur finnst þeim gaman að troða sér á milli puttanna á manni. Þær elska sólblómafræ. Þær hlaupa EKKI í hlaupahjóli ...sem þýðir enginn hávaði á nóttunni. Þær eru vakandi á daginn - ekki sofandi og í felum eins og hamstrar. Það kemur ekki vond lykt af þeim - eins og gerist hjá hömstrum.
Semsagt, ef þið hafið verið að hugsa um að fá ykkur hamstur, fáið ykkur þá frekar stökkmús :D Þær eru miklu sætari og skemmtilegri :)